• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Sep

Stjórn og trúnaðarráð fundaði í kvöld

Fundur var haldinn í stjórn og trúnaðarráðu félagsins í kvöld.  Á dagskrá fundarins voru um 8 mál til umfjöllunar.  Formaður félagsins boðaði trúnaðarmenn Klafa á fundinn.  Var það gert til að meta stöðuna betur  sem upp er komin eftir að eigendur Klafa neituðu að greiða ágóðahlutdeild til starfsmanna Klafa.  Voru þær umræður afar gagnlegar og er stjórn og trúnaðarráð ákveðið að standa vel við bakið á starfsmönnum í þessu máli.   

80 ára afmæli félagsins sem er 14 október 2004 var líka til umræðu og var upplýst að undirbúningur að dagskrá afmælisins myndi hefjast fljótlega, ýmsar hugmyndir komu fram og mun verða unnið úr þeim.  Formaður félagsins gerði grein fyrir þeim sérkjarasamningum sem félagið hefur  lokið við að gera, eins hvaða kjarasamningum ætti eftir að ljúka, en það eru allar stóriðjurnar. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image