• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Sep

Fundur með starfsmönnum Íslenska járnblendifélagsins

Verkalýðsfélag Akraness mun ásamt trúnaðarmanni Íslenska járnblendifélagsins halda fund með þeim starfsmönnum sem starfa við vaktavinnu hjá ÍJ.  Fundurinn verður haldinn  fimmtudaginn 23. september að Kirkjubraut 40.  Tilefni fundarins er að fara yfir komandi samningagerð við Íslenska járnblendifélagið, og eins hvaða kjaraatriði menn vilja leggja mestu áherslu á í komandi kjarasamningum.

Það liggur líka orðið nokkuð ljóst fyrir að tryggja þarf að kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins gildi sem lágmarkskjör á svæðinu, því sagan segir okkur að margt er að varast í þeim efnum, og er það vægt til orða tekið.  Ekki þarf nema að skoða hvað hefur verið að gerast á okkar athafnasvæði á undanförnum árum.  Eigendur ÍJ eru að reyna  að komast hjá því að greiða eftir kjarasamningi ÍJ með því að úthýsa hinum ýmsu störfum sem unnin hafa verið af starfsmönnum ÍJ árum saman, og stofna ný fyrirtæki utan um þessi störf, og ætla síðan að láta kjarasamning milli SGS og SA frá því 1. mars 2004 gilda fyrir starfsmenn, en ekki kjarasamning Íslenska járnblendifélagsins  .  Launamunur á milli þessara tveggja kjarasamninga er gríðarlegur og mun Verkalýðsfélag Akraness gera allt til að þær fyrirætlanir gangi ekki upp hjá eigendum Íslenska járnblendifélagsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image