• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Aug

Hagfræðingur ASÍ kynnti drög að launasamanburði þriggja verksmiðja í dag

Haldinn var fundur í dag þar sem hagfræðingur ASÍ fór yfir drög að launasamanburði sem hann hefur verið að vinna að undanförnu.  Á þeim fundi voru trúnaðarmenn Norðuráls og formenn þeirra félagana sem eiga aðild að sameiginlegum kjarasamningi við Norðurál.  Hagfræðingur ASÍ fór yfir  þá vinnu sem hann vann í samráði við VLFA og aðaltrúnaðarmann Norðuráls í að bera saman laun í þremur verksmiðjam þ.e Norðurál, Ísal og Íslenska járnblendifélaginu.

Niðurstaða þeirra athugunar leiðir í ljós eftir þeim forsendum sem unnið var eftir,  að um töluverðan launamun er um að ræða hjá verkamönnum í dagvinnu sem og verkamönnum í vaktavinnu.  Menn telja að launamunur á milli Norðuráls og Ísals hjá verkamönnum í dagvinnu geti verið í kringum 10%.  Því til viðbótar eiga starfsmenn Ísals sem starfa sem dagmenn og starfað hafa í þrjú ár eða lengur rétt á vetrarfríi upp á 6 daga.  Þess ber að geta að  dagmenn Norðuráls eiga ekki rétt á vetrarfríi.  Hjá verkamönnum í vaktavinnu telja menn eftir þeim forsendum sem unnið var eftir, að launamunur milli Norðuráls og Ísals geti verið  í kringum 11%. Að auki stendur verkamönnum sem starfa hjá  Ísal  til boða að fara í stóriðjuskóla sem veitir þeim launahækkun frá 9.5% til 10.5% ofan á grunnlaunin, námið er í 325 klukkustundir og er kostað af Ísal.  Meirihluti verkamanna hjá Ísal hefur nú þegar lokið námi í stóriðjuskólanum sem hefur veitt þeim þær launahækkanir sem í boði eru.  Því liggur það nokkuð ljóst fyrir að launamunur þessara verksmiðja er allverulegur, og getur því orðið yfir 20% hjá þeim sem lokið hafa námi í stóriðjuskólanum.  Hægt er að skoða myndir af fundinum með því að smella á myndir og smella síðan á Norðurál.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image