• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Dec

Verkalýðsfélag Akraness og Svæðisvinnumiðlun Vesturlands í samstarf er lýtur að námskeiðshaldi

Verkalýðsfélag Akraness og Svæðisvinnumiðlun Vesturlands hafa hug á að hefja samstarf er lýtur að námskeiðshaldi fyrir atvinnulausa og félagsmenn VLFA.  Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir fiskvinnslunámskeiði í janúar og hefur nú þegar boðið Svæðisvinnumiðlun Vesturlands að kanna hvort einhverjir sem nú eru atvinnulausir hafi áhuga að fara á slíkt námskeið.  Það liggur fyrir að um 25 starfsmenn HB Granda og um 17 starfsmenn hjá Laugafiski ætla að fara á fiskvinnslunámskeiðið í janúar.

06
Dec

Fundað um nýjan kjarasamning við Íslenska járnblendifélagið

Fundað var um nýtt bónuskerfi fyrir starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins í dag.  Forsvarsmenn Íj kynntu fyrir formönnum félaganna og trúnaðarmönnum Íj hugmyndir sínar að nýju bónuskerfi.  Eru hugmyndir forsvarsmanna Íj að nýju bónuskerfi nú  til skoðunar hjá samninganefnd Íj.  Hvað varðar önnur kjaraatriði, þá er það orðið nokkuð ljóst að mikið ber á milli deiluaðila í þeim efnum.

06
Dec

Mjög mikil óánægja með þá ákvörðun stjórnenda SHA að segja upp núverandi vinnufyrirkomulagi

Fundur var haldinn í kvöld með starfsmönnum sem starfa í ræstingu og býtibúri á Sjúkrahúsi Akraness.  Til umræðu á fundinum var sú ákvörðun stjórnenda SHA að segja upp núverandi vinnufyrirkomulagi sem starfsmenn telja að leiði af sér aukið vinnuálag sem og skerðingu á launakjörum einstakra starfsmanna.  Afar þungt hljóð var í starfsmönnum vegna þessara ákvörðunar forsvarsmanna SHA. 

05
Dec

Fundað með starfsmönnum Sjúkrahúss Akraness annað kvöld

Formaður félagsins ásamt trúnaðarmönnum SHA munu funda með starfsmönnum sem starfa í ræstingu og býtibúri, vegna ákvörðunar stjórnenda SHA að segja núverandi vinnufyrirkomulagi upp en mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna með þá ákvörðun.  Það liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að laun einhverra munu skerðast þegar farið verður að vinna eftir nýja fyrirkomulaginu.  Breytingin tekur gildi 1. janúar 2005. 

Verkalýðsfélag Akraness skilur gremju starfsmanna mjög vel.  Það er óþolandi með öllu að þegar nýbúið er að undirrita nýjan kjarasamning  við starfsmenn þá er farið í breytingar á vinnufyrirkomulagi sem hefur í för með sér töluverða skerðingu á launum starfsmanna.  Eins er það orðið óþolandi að þegar kemur að hagræðingu hjá fyrirtækjum þá er ræsting eða starfsmenn í mötuneytum það fyrsta sem menn virðast sjá möguleika í að hagræða í.  Þessa hluti verður verkalýðshreyfingin í heild sinni að taka föstum tökum.

04
Dec

Fundað verður um nýtt bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins

Samningafundur verður haldinn  mánudaginn 6. desember kl. 14:00.  Til umræðu verður aðeins eitt mál þ.e bónusmál starfsmanna.  Samningsaðilar eru að verða búnir að komast að samkomulagi hvaða atriði skulu notuð til viðmiðunar á nýjum bónus.   

02
Dec

Sjötti fundurinn um nýjan kjarasamning við Norðurál var haldinn í morgun

Fundað var um nýjan kjarasamning við Norðurál í morgun.  Ákveðið var að samningsaðilar myndu fara í þá vinnu að klára þau kröfuatriði  sem ekki hafa neinn kostnaðarauka í för með sér fyrir fyrirtækið.  Ætla samningsaðilar að ljúka þeirri vinnu í desember.  Í janúar ætla samningsaðilar að fara í launaliðina og önnur kjaraatriði.  Verkalýðsfélagi Akraness og allri samningsnefndinni hefur borist áskorun frá vaktavinnumönnum, þar sem skorað er á samninganefndina að tryggja að fimmti vakthópurinn komi inn og að laun og önnur kjaraatriði verði jöfnuð við ÍSAL. 

Eins var ákveðið á fundinum að formaður VLFA og formaður FIT myndu fara í þá vinnu ásamt lögmönnum félaganna og fyrirtækisins að finna lausn á gildissviði samningsins. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image