• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Jun

Endanlegt svar kemur á morgun frá forsvarsmönnum Klafa um það atriði sem ágreiningur hefur staðið um

Formaður félagsins hefur verið í sambandi við forsvarsmenn Klafa í dag.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá stendur eitt atriði í vegi fyrir því að hægt sé að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa.   Samkvæmt samtölum sem formaður félagsins hefur átt við forsvarsmenn Klafa í dag, má ætla að töluverðar líkur séu að málið leysist á morgun.   Leysist málið hins vegar ekki mun Verkalýðsfélag Akraness vísa málinu til ríkissáttasemjara og það strax á morgun

05
Jun

Forsvarsmenn Laugafisks ætla kynna fyrir bæjarbúum hvað þeir eru að gera til að draga úr lyktarmengun

Verkalýðsfélag Akraness vill minna á kynningarfund sem forsvarsmenn Laugafisks halda með íbúum Akraness þriðjudaginn 7. júní að Kirkjubraut 40, 3. hæð og hefst fundurinn kl 17:30.   Á fundunum verður kynnt hvað fyrirtækið hefur nú þegar gert, og er að gera til að draga úr lyktarmengun.   Það er vilji forsvarsmanna Laugafisks að starfa í sátt og samlyndi við sitt nánasta umhverfi, sem og  alla íbúa Akraneskaupstaðar.  Þess vegna vilja forsvarsmenn fyrirtækisins kynna fyrir bæjarbúum hvað fyrirtækið er að gera í þessum málum.   Verkalýðsfélag Akraness hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að finna farsæla lausn á þessu vandamáli sem snýr að lyktarmengun.  Formaður félagsins fundaði bæði með fulltrúum bæjarráðs, sem og framkvæmdastjóra Laugafisks og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála.  Þessir fundir með bæjarráðinu virðast hafa borið árangur þar sem heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur dregið til baka fyrri ákvörðun sína um að fyrirtækinu væri skylt að draga úr starfsemi sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Sem hefði haft þær afleiðingar að starfsemi Laugafisks hefði að öllum líkindum stöðvast.   Verkalýðsfélag Akraness hefur svo sannarlega orðið var við mikinn vilja hjá forsvarsmönnum Laugafisks til að finna lausn á þessu hvimleiða vandamáli.  Félagið hefur líka séð mjög margt sem fyrirtækið er nú þegar búið að gera til lausnar á þessu vandamáli. 

05
Jun

Fundað verður um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs á þriðjudaginn nk.

Samningafundur verður haldinn með forsvarsmönnum Fangs  um nýjan kjarasamning, fundurinn verður haldinn þriðjudaginn nk.  Kröfur starfsmanna hafa nú þegar verið lagðar fram og byggjast að mörgu leiti  á þeim kjarasamningi sem gerður var við  starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins. 

03
Jun

Nokkur orlofshús laus ennþá

Eftir að úthlutun og endurúthlutun orlofshúsa hefur farið fram eru enn nokkur orlofshús félagsins laus til útleigu.  Ef smellt er á flipann orlofshús hér til vinstri má sjá hvaða vikur eru lausar og í hvaða húsum.  Skráning fer fram á skrifstofu félagsins, fyrstur kemur fyrstur fær. 

03
Jun

Eitt atriði stendur í vegi fyrir nýjum kjarasamningi við forsvarsmenn Klafa

Samningafundur var haldinn með forsvarsmönnum Klafa í gær.  Eins og fram hefur  komið hér á heimasíðunni þá voru það tvo atriði sem verulegur ágreiningur var um á milli samningsaðila.  Annað atriðið leystist á fundinum  í gær, og er því einungis eitt atriði sem útaf stendur til að hægt sé að ganga frá nýjum  kjarasamningi.  Ekki verður greint frá því á þessari stundu  hvaða kjaraatriði það er sem aðilar ná ekki samkomulagi um.  Það kemur í ljós  seinna í dag hvort samningsaðilar ná saman eða hvort þessum viðræðum verður vísað til ríkissáttasemjara.

31
May

Verðkönnun gerð í matvöruverslunum á Akranesi, 30% munur á vörukörfunni

Rúmlega 30% verðmunur var á hæsta og lægsta verði á matvörukörfu samkvæmt verðkönnun sem Verkalýðsfélag Akraness gerði fyrir verðlagseftirlit ASÍ í matvöruverslunum á Akranesi sem var framkvæmd var miðvikudaginn 25. maí síðast liðinn.  Dýrust var karfan í Samkaupum- Strax, kr 4.770 en ódýrust í Nettó, kr 3.661.  Þrjár verslanir tóku þátt í könnuninni á Akranesi Nettó, Samkaup-Strax og Skagaver.  Verslun Einars Ólafssonar neitaði þátttöku.  

Karfan í Nettó kostaði                          3.661 kr

Karfan í Skagaveri kostaði                   4.138 kr

Karfan í Samkaupum-Strax kostaði      4.770 kr 

Stjórn félagsins hefur ákveðið að taka upp reglulegt verðlagseftirlit í verslunum á Akranesi, enda mikið hagsmunamál fyrir félagsmenn. 

Hægt er að skoða alla verðkönnuna með því að smella  á  Verðkönnun 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image