• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Aug

Kaupmáttur í júní 3,7% minni en í fyrra

Í júní hækkuðu laun heldur meira að meðaltali en verðlag. Kaupmáttur jókst því örlítið milli mánaða. Þetta breytir samt ekki því að á ársgrundvelli lækkaði kaupmáttur um 3,7%. Lækkunin átti sér fyrst og fremst stað á tímabilinu frá febrúar til maí sl.

Launavísitala í júní hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði. Í hækkuninni að þessu sinni gætir áhrifa samkomulags aðildarfélaga BSRB við samninganefnd ríkisins um breytingar og framlengingu á fyrri kjarasamningum aðila. Samkvæmt samkomulaginu var samið um 20.300 króna launahækkun frá 1. maí 2008. Í vísitölunni gætir einnig áhrifa nýgerðs kjarasamnings Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga sem kvað meðal annars á um 25.000 króna hækkun þann 1. júní 2008. 

Laun á fyrsta ársfj. hækkuðu að meðaltali um 7,1% frá sama tíma í fyrra; 7,5% á þeim almenna en 6,1% hjá opinberum starfsmönnum. Á almennum markaði hækkuðu laun mest meðal sérfræðinga (10,9%) en minnst meðal iðnaðarmanna (5,7%).

Ætla má að áhrif af kjarasamningum á almennum markaði svo og flestra stéttarfélaga við ríkið séu að mestu kominn fram í launavísitölunni. Því er ekki líklegt að hún hækki mikið á næstu mánuðum. Enn er samt mikill verðbólguþrýstingur í hagkerfinu. Í júlí mældist tólfmánaða verðbólgan t.d. 13,6%. Vísitalan hækkaði mikið frá fyrra mánuði þrátt fyrir að sumarútsölur væru víða í verslunum.

Í ljósi slaka á vinnumarkaði og viðvarandi verðbólguþrýstings er líklegt að ársbreyting kaupmáttar mælist neikvæð áfram á næstunni. Þetta er áhyggjuefni þar sem heimilin í landinu hafa safnað upp miklum skuldum síðustu ár og eiga mörg hver á hættu að lenda í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum ef tekjur dragast saman.

Sjá nánar: Myndir 

Sjá nánar: Tengt efni

Sjá nánar: Eldra efni

Heimild: ASÍ
08
Aug

Óskað eftir að starfsmenn mæti til vinnu eftir vinnuslys

Stóriðjufyrirtækin Norðurál og Elkem Ísland á Grundartanga virðast leggja nokkuð hart að þeim starfsmönnum sínum sem lent hafa í vinnuslysum að þeir mæti sem allra fyrst til vinnu aftur þó svo að starfsmennirnir séu með læknisvottorð sem kveða á um óvinnufærni með öllu.  Starfsmönnum þessara fyrirtækja er oft boðið að taka að sér léttari störf á verksmiðjusvæðunum og virðist tilgangur fyrirtækjanna vera sá að komast hjá því að skrá vinnuslys sem fjarveruslys.

Fyrir nokkrum dögum varð vinnuslys hjá Norðuráli þar sem ung kona varð fyrir lyftara og var hún flutt með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Sem betur fer reyndust meiðsli hennar minni en talið var í fyrstu.  Þegar stúlkan tilkynnti vaktstjóra sínum daginn eftir slysið að hún treysti sér ekki til að koma til vinnu bæði vegna áverka og andlegs áfalls þá brást vaktstjórinn ókvæða við og sagði að við slíkt væri ekki hægt að una vegna þess að þá yrði að skrá slysið sem fjarveruslys.  Svona framkomu ætlar VLFA ekki að sætta sig við og mun ekki gera.

Á síðasta ári kom álíka tilfelli upp hjá Elkem Ísland en þá datt starfsmaður í stiga og handleggsbrotnaði en forsvarsmenn Elkem óskuðu þá eftir því við starfsmanninn að hann mætti til vinnu til léttari starfa þó svo að hann væri óvinnufær með öllu eins og fram kom í læknisvottorði sem starfsmaðurinn fékk.  Formaður vill að það komi skýrt fram að þetta eru síður en svo einu tilfellin þar sem óskað er eftir að starfsmenn þessara fyrirtækja mæti strax til vinnu eftir vinnuslys.

Þessi framkoma fyrirtækjanna er að mati formanns Verkalýðsfélags Akraness með öllu óþolandi og hefur formaður gert alvarlegar athugasemdir við þessa framkvæmd á vinnuslysum bæði hjá Norðuráli og Elkem Íslandi.

Verkalýðsfélag Akraness hefur þegar krafist þess að haldinn verði fundur þar sem gengið verði frá skriflegu samkomulagi um það hvernig fyrirkomulagi skuli háttað þegar um vinnuslys er að ræða hjá Norðuráli. 

Verkalýðsfélag Akraness vill að þegar um vinnuslys er að ræða þá gefi læknir út læknisvottorð þar sem fram komi hvort viðkomandi starfsmaður sé óvinnufær með öllu eða ekki. Ef hann er óvinnufær með öllu þá eigi forsvarsmenn fyrirtækja ekki að krefjast þess að viðkomandi starfsmaður mæti til starfa. Ef hins vegar starfsmaðurinn treystir sér sjálfur að koma til léttari starfa þá standi honum það til boða. Sú ósk verður hins vegar að koma frá starfsmanninum sjálfum sé hann með vottorð um óvinnufærni vegna þess slyss sem hann hefur orðið fyrir.

Eins og áður sagði þá er þessi framkoma með öllu óþolandi og mun Verkalýðsfélag Akraness ekki sætta sig við hana.

06
Aug

Laun vinnuskólabarna mismunandi eftir sveitarfélögum

Stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands hafa að undanförnu verið að gera samburð á launum hjá vinnuskólabörnum sem starfa hjá sveitarfélögum vítt og breitt um landið. 

Verkalýðsfélag Akraness gerði lauslega könnun á þeim launum sem 14, 15 og 16 ára börn og unglingar fá fyrir vinnuframlag sitt hjá Akraneskaupstað samanber unglinga hjá öðrum sveitarfélögum. Fram kemur í þessum könnunum að umtalsverður munur virðist vera þar á og ekki virðast vera sömu viðmiðanir þegar þessi laun eru reiknuð.

Við samanburð kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, sérstaklega þegar stór sveitarfélög á borð við Reykjavík, Akureyri og Akranes eru borin saman við sveitarfélög á landsbyggðinni eins og má sjá í könnuninni. Vestfirsk sveitarfélög og sveitarfélög á Austurlandi koma almennt vel út í þessum samanburðartölum.

Mesta athygli hlýtur að vekja hve lág laun vinnuskólabarna eru hjá svo vel stæðum sveitarfélögum eins Reykjavík, Akureyri og Akranesi saman borið við þau sveitarfélög sem greiða hæstu launin.

16 ára unglingur sem starfar í vinnuskólanum hjá Ísafjarðabæ er með 702,16 kr á tímann en 16 ára unglingur sem starfar í vinnuskólanum hjá Akraneskaupstað er með 538 kr á tímann og munar hér 164 kr á tímann eða 30,5%.

Hægt er að skoða samanburðinn með því að smella á meira.
 

Til að finna út hlutfall af launum þá var miðað við kjarasamning sveitafélaga og SGS  launaflokkur 115 - 1 þrep, en þar eru grunnlaun kr. 126.857 ,- og  hlutfall dagvinnu er  0.615% eða kr. 780.17 pr/klst.


Eftirfarandi samanburður hefur verið gerður á launum ungmenna sem starfa hjá sveitarfélögum í vinnuskólum vítt og breitt um landið

 

Akranes

1992 -16 ára  538 kr           = 68,9%

1993- 15 ára  405 kr           = 51,9%

1994- 14 ára  361 kr           = 46,2%

                                meðalt. 55,6 %

Takmarkað við 7 klst. á dag. 

 

 

Vestfirðir

Ísafjörður.

1992 -16 ára  702,16 kr           = 90,0%

1993- 15 ára  585,13 kr           = 75,0%

1994- 14 ára  507,11 kr           = 65,0%

                                meðalt. 75,0 %

Takmarkað við 6 klst. á dag. 

Súðavík.

1992 -16 ára  702,16 kr           = 90,0%

1993- 15 ára  585,13 kr           = 75,0%

1994- 14 ára  507,11 kr           = 65,0%

                                meðalt. 75,0 %

Vesturbyggð

1992 -16 ára  735,-kr              = 94,2%

1993- 15 ára  537,-kr              = 73,4%

1994- 14 ára  422,-kr              = 54,0%

                                meðalt. 73,9%

Tálknafjörður

1992 -16 ára  735,-kr              = 94,2%

1993- 15 ára  537,-kr              = 73,4%

1994- 14 ára  422,-kr              = 54,0%

                                meðalt. 73,9%

Bolungavík

1992 -16 ára  585,-kr              = 75,0%

1993- 15 ára  507,-kr              = 65,0%

1994- 14 ára  430,-kr              = 55,1%

                                meðalt. 65,0%

Strandabyggð

1992 -16 ára  493,-kr              = 63,2%

1993- 15 ára  415,-kr              = 53,2%

1994- 14 ára  386,-kr              = 49,5%

                                meðalt. 55,3%

Reykhólar

1992 -16 ára  503,-kr              = 64,5%

1993- 15 ára  383,-kr              = 49,1%

1994- 14 ára  341,-kr              = 43,7%

                                meðalt. 52,4%

Þeir sem vinna með sláttuorf eru á 16 ára taxta.

Austurland

 

Fjarðabyggð

1992 -16 ára  705,72 kr           = 90,5%

1993- 15 ára  557,15 kr           = 71,4%

1994- 14 ára  482,86 kr           = 61,9%

                               meðalt.  74,6%

Seyðisfjörður

1992 -16 ára  632,-kr              = 81,0%

1993- 15 ára  527,-kr              = 67,5%

1994- 14 ára  457,-kr              = 58,6%

                               meðalt.  69,0%

Höfn

1992 -16 ára  638,60 kr           = 81,8%

1993- 15 ára  504,16 kr           = 64,6%

1994- 14 ára  436,94 kr           = 56,0%

                                meðalt. 67,5%

 

Eyjafjarðarsvæðið

 

 

Dalvík

1992 -16 ára  623,31 kr           = 79,9%

1993- 15 ára  456,51 kr           = 58,5%

1994- 14 ára  389,79 kr           = 50,0%

                                meðalt. 62,8%

Akureyri

1992 -16 ára  489,-kr              = 62,7%

1993- 15 ára  410,-kr              = 52,5%

1994- 14 ára  359,-kr              = 46,0%

                                meðalt. 53,7%

Fjallabyggð

1992 -16 ára  529-kr               = 67,8%

1993- 15 ára  381,-kr              = 48,8%

1994- 14 ára  327,-kr              = 41,9%

                                meðalt. 52,8%

Reykjavík

1992 -16 ára  486,-kr              = 62,3%

1993- 15 ára  366,-kr              = 46,9%

1994- 14 ára  325,-kr              = 41,6%

                                meðalt. 50,3%

 

Munur á hæsta og lægsta taxta 16 ára 

kr. 216,16  eða 44,5%

Munur á hæsta og lægsta taxta 15 ára 

kr. 219,13  eða 59,9%

Munur á hæsta og lægsta taxta 14 ára 

kr. 182,11  eða 56,0%

05
Aug

Innheimtumálum vegna vangoldinna launa fjölgar hjá félaginu

Það er ljóst að það er byrjað að þrengjast að í byggingariðnaðinum en nú er félagið að vinna í fjórum innheimtumálum fyrir félagsmenn sína vegna vangoldinna launa. Í öllum tilfellum er um að ræða verktaka af höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið að starfa á félagssvæði VLFA. Það liggur fyrir að einhvað að þessum fjórum fyrirtækjum munu verða tekin til gjaldþrotaskipta vegna þeirra erfiðleika sem nú ríkja í þessari grein.

Heildarkrafan sem félagið mun þurfa að innheimta vegna þessara mála nemur vel á sjöttu milljón króna og ljóst að í einhverjum tilfellum munu starfsmenn umræddra fyrirtækja þurfa að bíða í allt að 6 -12 mánuði eftir því að fá laun sín greidd verði fyrirtækin tekin til gjaldþrotaskipta. En Ábyrgðarsjóður launa tryggir laun ef fyrirtækin verða tekin til gjaldþrotaskipta.

Því er ei að neita að formaður ber mikinn kvíðboga fyrir þeim vanda sem nú virðist steðja að byggingariðnaðinum og ljóst að erfiðlega gengur hjá verktökum og fyrirtækjum að fá fjármagn hjá lánastofnunum. Nú er bara að vona að sú efnahagsdýfa sem framundan er muni vara sem allra styst, en það er ljóst að atvinnuástandið hér á Akranesi væri alls ekki gott ef stóriðjunnar á Grundartanga nyti ekki við en þar hefur verið mikill upgangur á liðnum árum. 

29
Jul

Félagsmenn athugið !

Tjaldsvæðið að ÞórisstöðumTjaldsvæðið að ÞórisstöðumNú þegar mesta ferðamannahelgi ársins er framundan er rétt að minna félagsmenn enn og aftur á að Verkalýðsfélag Akraness hefur gert samning við Starfsmannafélag Íslenska járnblendifélagsins um frían aðgang að tjaldsvæðunum á Þórisstöðum.

Í samningum er kveðið á um að allir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, makar þeirra og börn upp að 16 ára aldri eigi frían aðgang að tjaldstæðum í landi Þórisstaða í Svínadal.  Auk þess er félagsmönnum VLFA heimilt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni og Eyrarvatni.  Þessu til viðbótar mega félagsmenn VLFA spila golf á Þórisstöðum án endurgjalds.

Stjórn orlofssjóðs hvetur félagsmenn til að nýta sér þessa útivistarparadís sem aðstaðan á Þórisstöðum býður uppá enda geta fullgildir félagsmenn sparað sér umtalsverðan pening á því að nýta sér aðstöðuna á Þórisstöðum.  Rétt er að minna félagsmenn á að þeir þurfa að framvísa félagsskírteini þegar þeir nýta sér þjónustuna á Þórisstöðum. 

Hægt er sjá hvað er í boði á Þórisstöðum með því að smella hér.

24
Jul

Kjarasamningur við Landssamband smábátaeigenda

Þann 8. júlí sl. var undirritaður kjarasamningur milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands smábátaeigenda, fyrir starfsfólk í ákvæðisvinnu við beitningu. Þetta er í fyrsta sinn sem samið er fyrir þennan hóp launafólks.

Með samningnum eru tryggð sambærileg réttindi og í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.

Það er ljóst að með þessum samningi við Landsamband smábátaeigenda hafa hin ýmsu réttindi verð tryggð mun betur en áður var.

Töluverður hópur fólks hefur haft beitningu að atvinnu hér á Akranesi á undanförnum árum og áratugum og því fagnar félagið þessum samningi innilega. 

Samningurinn hefur verið samþykktur af báðum aðilum. Hægt er að nálgast samninginn hjá aðildarfélögunum og verður aðgengilegur hér á síðunni innan skamms.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image