Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…


Á fjölmennum fundi sem haldinn var í Bíóhöllinni á Akranesi ekki alls fyrir löngu með starfsmönnum Norðuráls var samþykkt að fara í allsherjar atkvæðagreiðslu meðal fastráðinna starfsmanna á vöktum. Atkvæðagreiðslan snerist um það hvort að í komandi kjarasamningum ætti að leggja áherslu á að taka upp nýtt 8 tíma vaktakerfi með sambærilegum hætti og er hjá Elkem Ísland og hverfa frá 12 tíma vöktum. Í þessari kosningu var líka kveðið á um að lögð yrði áhersla á að ná fram sambærilegum útborguðum launum og 12 tíma vaktakerfið gefur.