• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
May

Verkalýðsfélag Akraness lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar heilbrigðisnefndar Vesturlands vegna Laugafisks

Verkalýðsfélag Akraness hefur gríðarlega miklar áhyggjur vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er upp komin hjá Laugafiski.  Eins og fram kom í frétt sem birtist í Skessuhorni 4. maí þá hefur heilbrigðisnefnd Vesturlands  vítt Laugafisk vegna kvörtunar um lyktarmengun, og var fyrirtækinu gert að draga úr framleiðslu sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Verkalýðsfélag Akraness vill ekki hugsa það til enda ef aðgerðir heilbrigðisnefndar Vesturlands gera það að verkum að starfsemin hjá Laugarfiski leggist af hér á Akranesi.  Það eru um 35 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness sem starfa hjá Laugafiski, þar af eru um 15 konur.  Verkalýðsfélagið hefur sett sig í samband við forsvarsmenn fyrirtækisins og lýst yfir áhyggjum á þeirri stöðu sem upp er komin.  Verkalýðsfélag Akraness veit fyrir víst að fyrirtækið er að leita allra leiða til að finna lausn á þessu hvimleiða vandamáli.  Hér verða allir að taka höndum saman og finna lausn á þessu vandamáli.  Það eru mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir okkur Akurnesinga að farsæl lausn finnist sem allra fyrst.  Ekki mun Verkalýðfélag Akranes láta sitt eftir liggja til aðstoðar í þeim málum. 

Ekki ætlar félagið að gera litið úr þeim kvörtunum sem komið hafa frá nágrönnum nema síður sé.  Það eru samt sem áður einu sinni svo að við lifum á sjávarfangi og við búum þar sem fiskvinnsla er mjög stór þáttur í okkar atvinnulífi. 

11
May

Viðræður um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa komin á fullt skrið

Samningafundur var haldinn í dag um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa.  Á fundinum í dag svörðu forsvarsmenn  fyrirtækisins þeim kröfum sem stéttarfélagið hafði lagt fram.  Ljóst er töluverð vinna er framundan við gerð nýs kjarasamnings fyrir starfsmenn Klafa.  Fram að næsta fundi ætla samningsaðilar að velta fyrir sér hvernig hægt er að taka upp lifandi bónuskerfi og munu báðir  aðilar koma með tillögur á næsta fundi.  Það er afar ánægjulegt að viðræðurnar séu komnar á fullt skrið

11
May

Fundað verður í dag um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa

Samningafundur verður haldinn í dag um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Klafa, fundurinn hefst kl. 13:30 .  Verkalýðsfélag Akraness lagði fram kröfur starfsmanna í síðustu viku.  Forsvarsmenn Klafa munu væntanlega svara þeim kröfum á fundinum á morgun.  Kröfur stéttarfélagsins og starfsmanna eru skýrar það er sambærilegur kjarasamningur og gerður var við starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins.  Einnig er skýr krafa um að kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins gildi hvað varðar önnur kjaraatriði, eins og verið hefur.

09
May

Þolinmæðin á þrotum !

Til stendur að halda samningafund vegna kjarasamnings Klafa og Fangs á miðvikudaginn nk.  Reyndar átti að funda á morgun, en forsvarsmenn Klafa óskuðu eftir því í dag við Verkalýðsfélag Akraness að fundinum yrði frestað allavega til miðvikudags.  Formaður félagsins hefur verið í nánu sambandi við starfsmenn fyrirtækjanna að undanförnu.  Þolinmæði starfsmanna er nánast lokið eðlilega, þar sem 6 mánuðir eru liðnir frá því kjarasamningar þessara fyrirtækja runnu út.  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá mun Verkalýðsfélag Akraness vísa þessum deilum til sáttasemjara í vikulok ef ekkert markvisst gerist í þessari viku.

09
May

Viðræður við Launanefnd sveitarfélaga eru hafnar um nýjan kjarasamning

Fyrsti fundur stýrihóps Starfsgreinasambands Íslands með Launanefnd sveitarfélaga var haldinn 3. maí í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Á fundinum voru lagðar fram samningskröfur SGS félaga og var gerð grein fyrir þeim.  Launanefnd sveitarfélaganna gerði grein fyrir markmiðum sínum vegna komandi kjarasamningsgerðar.  Einnig óskaði LN eftir því að stéttarfélögin leggðu fram þau sérákvæði sem þau hafa við sínar sveitarstjórnir.   Það eru um 30  félagsmenn sem vinna eftir sveitafélagssamningnum.  Kjarasamningurinn rann út 30. apríl.

07
May

Verkalýðsfélag Akraness lagði fram kröfur vegna nýs kjarasamnings fyrir starfsmenn Fangs

Fundað var um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn Fangs á föstudaginn.  Stéttarfélögin lögðu fram kröfur sínar á fundinum og gerði formaður félagsins grein fyrir þeim.  Kröfurnar eru í samræmi við það sem um samdist við Íslenska járnblendið.   Verkalýðsfélag Akraness á eftir að semja við tvö fyrirtæki á Grundartangasvæðinu þ.e Klafi og Fang.  Verkalýðsfélag Akraness hefur miklar áhyggjur yfir þeim seinagangi  sem hefur einkennt allt í kringum þessar samningaviðræður.  Því eins og áður hefur komið  hér á síðunni, þá vilja starfsmenn og stéttarfélagið að eitthvað fari að gerast í þessum samningaviðræðum.  Kjarasamningar þessara fyrirtækja runnu út 1. desember 2004.  Ef ekkert markvisst gerist í næstu viku mun Verkalýðsfélag Akraness vísa deilunum til ríkissáttasemjara.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image