• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Jan

Minnum á aðalfundi deildanna sem hefjast í næstu viku

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn sína á aðalfundi deildanna sem haldnir verða alla næstu viku.  En í lögum félagsins er kveðið að um að aðalfundnir deildanna skulu haldnir fyrir janúarlok.  Stjórn félagsins kappkostar að fylgja lögum félagsins í hvívetna.  Fundirnir verða haldnir eftirfarandi daga:

Aðalfundir deilda Verkalýðsfélags Akraness verða haldnir eftirfarandi daga:

Opinber deild    -   Mánud. 23. jan. að Sunnubraut 13 kl. 20:00

Matvæladeild -   Þriðjud. 24. jan. að Sunnubraut 13. kl. 20:00

Iðnsveinadeild   -   Miðvikud. 25. jan. að Sunnubraut 13.kl. 20.00

Stóriðjudeild   -Fimmtud. 26. jan. að Sunnubraut 13. hæð. kl. 20:15

Almenn deild   -   Föstudaginn 27. jan. að Sunnubraut 13. 20:00

 

Dagskrá aðalfundanna er eftirfarandi:

1.   Venjuleg aðalfundarstörf.

2.   Önnur mál.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.

18
Jan

Unnið að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðsins

Stjórn sjúkrasjóðs fundaði í kvöld nokkur erindi lágu fyrir fundinum.  Stjórnin ákvað að hefja undirbúning að breytingum á reglugerð sjúkrasjóðsins sem lagðar verða fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður um miðjan apríl. 

Markamiðið með þessum breytingum er að auka enn frekar þá þjónustu sem sjóðurinn er að veita félagsmönnum.  T.b stendur til að auka umtalsvert sjúkradagpeninga til félagsmanna í veikindum eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda líkur.

En hugmyndir eru um að sjúkradagpeningar geti numið allt að 80% af launum félagsmannsins eftir að veikindarétti hjá atvinnurekanda ljúki.  Ef þessi breyting á sjúkradagpeningum verður að veruleika mun það þýða algjörlega byltingu fyrir okkar félagsmenn sem verða fyrir því óláni að veikjast í lengri tíma en veikindaréttur starfsmannsins segir til um. 

17
Jan

Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsóknir í dag

Formaður félagsins fór og heimsótti nokkur fyrirtæki í dag í þeim tilgangi að heyra hvað brennur á félagsmönnum þessa daganna.

Einnig eru þessar vinnustaðaheimsóknir hugsaðar til þessa að fá tillögur frá félagsmönnum hvað megi bæta í þjónustu félagsins.

Það er afar ánægjulegt fyrir stjórn og starfsmenn félagsins að þeir félagsmenn sem formaður ræddi við í dag eru nokkuð ánægðir með þá þjónustu sem félagið er að veita í dag.

Stjórn félagsins leggur mikla áherslu á að vera í nánu og góðu sambandi við sína félagsmenn og eru þessar heimsóknir einn liður í því.

Stjórn félagsins er einnig alltaf að leita leiða til að auka þjónustuna enn frekar og ef þið félagsmenn eruð með einhverjar snjallar hugmyndir í þá veru endilega hafið samband við skrifstofu félagsins.

16
Jan

Hið nýja bónuskerfi starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins virkar ekki sem skildi

Í síðasta kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins var samið um nýtt bónuskerfi sem samningsaðilar voru sammála um að ætti að geta veitt báðum aðilum töluverðan ávinning. Því miður hefur sá ávinningur látið á sér standa.

Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Íj um þetta mál og stendur núna til að sá fundur gæti orðið 26. janúar. 

Formaður félagsins hefur verið í sambandi við trúnaðartengiliði Íslenska járnblendifélagsins vegna þessa máls.

Verkalýðsfélag Akraness vill fara yfir alla þætti í hinu nýja  bónuskerfi og reyna að finna hvað veldur því að sumir liðir í bónuskerfinu virka ekki sem skildi.

Það er verulegt hagsmunamál  bæði fyrir eigendur Íj sem og starfsmenn Íj að finna hvað veldur því að bónuskerfið er ekki að skila þeim ávinningi sem aðilar voru sammála um að það ætti að geta skilað.

13
Jan

Verulegur launamunur á milli starfsmanna Reykjavíkurborgar og starfsmanna Akraneskaupstaðar fyrir sambærileg störf !

Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið áfram að bera saman kjör starfsmanna Reykjavíkurborgar sem vinna eftir nýgerðum  kjarasamningi Eflingar og starfsmanna Akraneskaupstaðar en þeir vinna eftir kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga.

Það er verulega sláandi þegar rýnt er í samanburð á launatöxtum þessara tveggja sveitafélaga, en í þessum samanburði er um að ræða mjög sambærileg störf.  Hér á heimsíðunni var bent á launamun almennra verkamanna og skólaliða og var launamunurinn hjá verkamönnum 9.2% og skólaliðum 12.5%

Verkalýðsfélag Akraness hefur nú borið saman launamun þeirra starfsmanna sem starfa við heimaþjónustu, flokkstjórn við bæjarframkvæmdir, Matráð (yfirmaður) og ræstingu.  Launamunurinn milli starfsmanna Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar fyrir áðurnefnd störf er eftirfarandi:

Heimaþjónusta I Rvk. 136.599 Akrn 109.355 mism 24.9%

Heimaþjónusta II Rvk. 147.177 Akrn 130.748 mism 12.5%

Heimaþjónusta III Rvk. 156.208 Akrn 134.700 mism 16%

Verkamaður(flokkstjóri) Rvk 163.344 Akrn 128.816 mism 26%

Matráður(yfirmaður) Rvk 163.344 Akrn 151.738 mism 7.6%

Aðstoðarmaður í eldhúsi Rvk 119.485 Akrn 107.740 mism 11%

Ræsting Rvk 117.720 Akrn 107.740 mism 9.2 %

Eins og sést á þessari samantekt á launkjörum starfmanna Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar er verulegur launamunur sem Verkalýðsfélag Akraness á verulega erfitt með að sætta sig við og vart hægt að láta átölulaust.

Félagið bíður eftir viðbrögðum bæjarráðs vegna bréfs sem félagið sendi inn þar sem óskað var eftir viðbrögðum bæjaryfirvalda á þeim mikla launamun sem orðin er á milli Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar.  Erindi félagsins var tekið fyrir á bæjarráðsfundi í gær. 

Formaður Eflingar Sigurður Bessason hefur hælt Steinunni Valdísi borgarstjóra í hástert  fyrir það að hækka laun þeirra sem hafa lægstu launin og undir það tekur formaður Verkalýðsfélags Akraness.  Mættu önnur sveitafélög fara að fordæmi Reykjavíkurborgar, hvað það varðar.

11
Jan

Formaður félagsins fór í hefðbundna eftirlitsferð um stækkunarsvæði Norðuráls í morgun

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fór í hefðbundna eftirlitsferð inn á stækkunarsvæði Norðuráls í morgun.  Eftirlitið lítur m.a að aðbúnaði og kjörum erlendra starfsmanna sem starfa við stækkun Norðuráls.   

Það sem kannað var í morgun lítur að hóp erlendra starfsmanna sem koma frá Slóvakíu og munu vinna við niðursetningu á ofnum í Skautsmiðjunni. 

Formaður félagsins fékk allar þær upplýsingar sem óskað var eftir hjá verktakanum sem sér um verkið og er það afar ánægjulegt þegar verktakar eru jafn samvinnufúsir eins reyndist í morgun.  En ekkert bendir til annars en aðbúnaður og kjör Slóvakana séu í samræmi við íslenska kjarasamninga.

Eigendur Norðuráls funduðu með Verkalýðsfélagi Akraness fyrir jól um málefni erlends vinnuafls á stækkunarsvæði Norðuráls.  Það kom skýrt fram hjá forsvarsmönnum Norðuráls á þeim fundi að ekki yrði liðið að verkatakar myndu hunsa þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. 

Þessi afstaða eiganda Norðuráls hefur gert það að verkum að verktakar sem vinna við stækkun Norðuráls reyna eftir fremsta megni að hafa hlutina í lagi.  Það er allavega mat formanns félagsins eftir eftirlitsferðina í morgun.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image