• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Verkalýðsfélag Akraness  telur að hægt sé að leysa málið er snýr að pólsku starfsmönnum sem koma frá starfsmannaleigunni 2B.  Lausnin felst í því Ístak sæki einfaldlega um atvinnuleyfi fyrir umrædda starfsmenn og þeim verði greidd laun eftir íslenskum kjarasamningum.  Þessi leið var farinn í máli pólski verkamannanna sem nú starfa hjá Spútnik Bátum en þeir komu hingað til starfa  á sínum tíma  á vegum pólskrar starfsmannaleigu og án atvinnuleyfa.  Það mál leystist farsællega og starfa pólsku starfsmennirnir núna eftir íslenskum kjarasamningum og eru einnig með atvinnuleyfi hér á landi.  Hefur félagið nú þegar sett sig í samband við forsvarsmenn Ístaks með þessa hugmynd félagsins og á félagið von á svari frá forsvarsmönnum Ístaks síðar í dag.

Fyrirtækjasamningur við Fang ehf. var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum og virðist starfsmenn vera mjög ánægðir með samning ef marka má kosningu um samning.  En á kjörskrá voru 13 starfsmenn og 10 starfsmenn kusu eða 77%.  Já sögðu 10 starfsmenn eða 100%

Verkalýðsfélag Akraness vill enn og aftur þakka trúnaðarmanni Fangs sem og öllum starfsmönnum fyrir aðstoðina við gerð þessa samnings sem er heilt yfir mjög góður fyrir starfsmenn Fangs.

Hinn árlega ferð eldri félagsmanna sem farinn var í gær tókst frábærlega, en um 120 eldri félagar þáðu boð félagsins og hafa vart verið fleiri áður.  Núna var ákveðið að fara um Snæfellsnesið undir góðri og dyggri leiðsögn frá Birni Finsen.  Fyrst lá leiðin í Borgarnes þar sem Egils Skallagrímsgarðurinn var skoðaður, því næst var Staðarkirkjan í Staðarsveit skoðuð og séra Guðjón Skarphéðinsson hélt þar stuttan fyrirlestur.  Þaðan lá leiðin  að hótel Búðum þar sem snæddur var hádegisverður.  Næsta stóra stoppið var í Bjarnarhöfn þar sem Hildibrandur staðarhaldari hélt afar fróðlegan fyrirlestur um kirkjuna á Bjarnarhöfn.  Hildibrandur var búinn að dekka borð af hákarli og afar góðum harðfiski, einnig gátu þeir sem ekki vildu hákarlinn fengið sé kaffi og nýbakaðar kleinur.  Hægt er að skoða myndir úr ferðinni sem farin var í gær, sem og ferðinni frá því í fyrra með að smella á myndir og síðan á ferð eldri félagsmanna  

Fundur var haldinn í Samráðsnefnd Sjúkrahúss Akraness  fimmtudaginn 1. september.  Samráðsnefndin saman stendur af þremur fulltrúum frá SHA og þremur frá starfsmönnum ásamt formanni félagsins.  Hlutverk Samráðsnefndarinnar er að taka á og reyna að fá niðurstöðu í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma, varðandi túlkanir á kjarasamningi starfsmanna, sem og öðrum ágreiningsmálum .  Það mál sem nú var til umræðu á þessum fundi er ágreiningur um túlkun á grein í kjarasamningi og fjallar um hvort starfsmenn eigi rétt á endurgjaldslausri læknisþjónustu.  Verkalýðsfélag Akraness gerði samkomulag við fjármálaráðherra 4. apríl 2004 um sérmál starfsmanna og þar segir orðrétt.

,,Eftirfarandi ákvæði greina 6.1.1 og 6.2.1 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness dags. 5. desember 2000, ,,...og þarf starfsmaður ekki að greiða þá læknisþjónustu eða lyf sem veitt eru innan stofnunarinnar sem hluti af þjónustu hennar. " haldist til og með 31.03.2008 en falli þá niður." 

Ágreiningurinn er um hvort starfsmenn eigi rétt á að fá alla læknisþjónustu sem veitt er á SHA endurgjaldslausa eða einungis hluta hennar.  Til að mynda vilja forsvarsmenn SHA meina að allir þeir sérfræðingar sem eru með aðstöðu hér á sjúkrahúsi Akraness séu ekki hluti af þeirri þjónustu sem SHA er að veita.   Og þess vegna fá starfsmenn  ekki endurgreitt þegar þeir leita læknisþjónustu hjá sérfræðingum sem starfa á SHA.  Þessu er Verkalýðsfélag Akraness ósammála og byggir þá skoðun sína á lögfræðilegu áliti sem félagið lét gera vegna þessa máls.  Allt bendir því til þess að stéttarfélagið muni láta á þetta reyna fyrir dómi.  Formaður fundaði á föstudaginn með starfsmönnum þar sem þeim var gerð ýtarleg grein fyrir málinu, og fengin var afstaða þeirra hvort það ætti að fara með málið alla leið eða ekki. 

Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið áfram eftirliti með þeim fyrirtækjum sem eru með erlent vinnuafl í sinni þjónustu.  Eftirlitið er fólgið í því að kalla eftir atvinnuleyfum sem og launaseðlum til að hægt sé að fylgjast með því hvort  erlendu starfsmennirnir séu að fá greitt eftir íslenskum kjarasamningum.  Í þessu reglubundna eftirliti hefur komið í ljós að enn eitt fyrirtækið sem er með erlenda starfsmenn í vinnu  uppfyllir ekki lágmarkslaun samkvæmt íslenskum kjarasamningum.  Starfsmennirnir voru á jafnaðarkaupi sem hljóðaði upp á 755 kr. á tímann, en þeir voru að skila  allt að 306 tímum í mánuði.  Verkalýðsfélag Akraness gerði alvarlegar athugasemdir við þetta í dag. Fyrirtækið brast skjótt við athugasemdum stéttarfélagsins og leiðrétti laun Portúgalana strax.  Einn starfsmaðurinn fékk leiðréttingu fjóra mánuði aftur í tímann og nam sú leiðrétting 94.100.  Annar fékk leiðrétt 34.200 og sá þriðji fékk 23.520.  Þetta sýnir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er fyrir verkalýðshreyfinguna í heild sinni  að vera á varðbergi.  Því oft á tíðum er verið að misbjóða þessu erlendu starfsmönnum illilega eins og dæmin sanna.  Það er einnig alveg morgunljóst að þessi stefna íslenskra fyrirtækja að sækja í auknum mæli erlent vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur til þess eins að greiða lægri laun, en það ógnar íslensku verkafólki sem og íslenskum vinnumarkaði allverulega.

Starfgreinasamband Íslands hefur boðað til fundar í dag.  Dagskrá fundarins er um erlent vinnuafl og átakið Einn- réttur ekkert svindl.  Á fundinum verður einnig farið yfir hvað aðildarfélögin innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að gera í þessum málum heima í héraði eins og sagt er.  Eins og allir vita sem lesa heimasíðu félagsins reglulega þá hefur VLFA haldið uppi reglulegu eftirliti með erlendu vinnuafli.  Eftirlitið er fólgið í því að fara inní fyrirtæki og athuga hvort erlendu starfsmennirnir séu með atvinnuleyfi og einnig hvort fyrirtækin sem eru með erlenda starfsmenn í vinnu séu að borga eftir íslenskum kjarasamningum.  Verkalýðsfélag Akraness hefur fengið fjöldann allan af ábendingum um ólöglegt vinnuafl öll þessi mál eru könnuð til hlítar.  Frægast er málið með pólverjana fimm sem ráðnir voru í gegnum pólska starfsmannaleigu, enginn þeirra voru ekki með atvinnuleyfi.  Einnig vantaði mikið uppá að starfsmennirnir fengu greitt eftir íslenskum kjarasamningum en þeir voru með 320 kr á tímann.  Verkalýðsfélagið kærði Spútnik báta fyrir brot á lögum um útlendinga, sátt náðist í þessu máli og eru pólverjarnir nú með atvinnuleyfi og eru með 948 kr. á tíman í dagvinnu og vinna alfarið eftir íslenskum kjarasamningum.  Nú í vikunni gerði Verkalýðsfélag Akraness alvarlegar athugasemdir með laun þriggja Portúgala og brást fyrirtækið sem Portúgalarnir vinna hjá skjótt við og leiðrétti laun starfsmannanna strax, en launakjörin hjá þeim náði ekki lágmarkslaunum.  Verkalýðsfélag Akraness er nú með eitt fyrirtæki til skoðunar sem er með erlenda starfsmenn í vinnu.  Það er gríðarlega mikilvægt fyrir stéttarfélögin vítt og breytt um landið að vera á varðbergi vegna alls þessa.  En ólöglegt vinnuafl hefur stóraukist á undanförnum mánuðum og því miður hafa sum fyrirtæki greidd þessum erlendu starfsmönnum langt undir íslenskum kjarasamningum eins og dæmin sanna rækilega.   Þessi háttsemi  fyrirtækja sem haga sér með þessum hætti er að stórskaða íslenskan vinnumarkað og sér í lagi íslenskt verkafólk.

Ístak hefur ráðið 12 danska smiði í gegnum danska starfsmannaleigu vegna stækkunar Norðuráls.  Verkalýðsfélag Akraness hefur gert alvarlegar athugasemdir við forsvarsmenn Ístaks vegna þess að ekki eru greidd stéttarfélagsgjöld af dönsku smiðunum eins og lög og kjarasamningar kveða á um.  Forsvarsmenn Ístaks hafa hafnað að greiða stéttarfélagsgjöldin og einnig hafnað Verkalýðsfélagi Akraness um launaseðla vegna þessara erlendu starfsmanna.   Það er hinsvegar skylda Ístaks að sjá til þess að dönsku smiðunum séu greidd laun eftir íslenskum kjarasamningum.  Það er líka hlutverk stéttarfélagsins að kalla eftir þessum gögnum til að kanna hvort ekki sé verið að greiða eftir íslenskum kjarasamningum.  Því harmar Verkalýðsfélag Akraness þessa afstöðu Ístaks. Forsvarsmenn Ístaks segja að það sé hlutverk starfsmannaleigunnar að útvega umrædd gögn, þetta telur Verkalýðsfélag Akraness vera fráleitt.   Así gerði samkomulag við Samtök Atvinnulífsins 6. mars 2004 um útlendinga.  Á grunvelli þessa samkomulags er Verkalýðsfélag Akraness að kalla eftir umræddum gögnum og telur sig hafa fulla heimild til þess.

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um starfskjör launafólks o.fl. nr. 55/1980 er atvinnurekendum skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags skv. þeim reglum sem kjarasamningar greina.  þessi lög geta vart orðið mikið skýrari og sýna að Ístak ber að greiða stéttafélagsgjöld af erlendu starfsmönnunum.  Verkalýðsfélag Akraness mun fylgja þessu máli eftir af fullum þunga og hefur nú þegar sett sig í samband við lögmann félagsins.  Því ef fyrirtæki geta komist með þessum hætti framhjá íslenskum kjarasamningum er íslenskri verkalýðshreyfingu illilega ógnað.  Þessa þróun verður verkalýðshreyfingin að stoppa !

Ístak hefur vísað ágreiningi við Verkalýðsfélag Akraness vegna dönsku smiðina til Samtaka atvinnulífsins.   Dönsku smiðirnir komu hingað allir í gegnum danska starfsmannaleigu sem Ístak samdi við.  Nú hefur hins vegar komið í ljós að ekki hefur verið greitt stéttarfélagsgjöld af starfsmönnunum.  Því hefur Verkalýðsfélag Akraness óskað eftir því við forsvarsmenn Ístaks að skilað verði af dönsku smiðunum stéttarfélagsgjöldum eins og kjarasamningar og lög  kveða á um.   Einnig óskaði félagið eftir launaseðlum og ráðningarsamningum við dönsku smiðina til að getað gengið úr skugga um að smiðirnir séu að fá greitt eftir Íslenskum kjarasamningum.  Þessu hafnaði Ístak algerlega á þeirri forsendu að það væri hlutverk dönsku starfsmannaleigunnar að standa skil á stéttarfélagsgjöldunum og einnig að útvega umrædd gögn.  Þetta telur Verkalýðsfélag Akraness vera fráleitt.   Það er  mat félagsins  að það sé skylda Ístaks að tryggja að allir starfsmenn sem Ístak ræður í gegnum erlendar starfsmannaleigur fari eftir íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum.  Eins og áður sagði þá er ágreiningurinn kominn til SA.   Samtök atvinnulífsins munu  svara kröfum  Verkalýðsfélags Akraness með formlegum hætti í dag eða á morgun.  Verkalýðsfélag Akraness hefur nú þegar ákveðið að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga ef ekki næst ásættanleg niðurstaða í málinu. 

Ístak hf. fól Samtökum atvinnulífsins að svara kröfu Verkalýðsfélags Akraness.  Krafan var sú að Ístak skilaði stéttarfélagsgjöldum af dönskum smiðum og afhenti  ráðningarsamninga og launaseðla til að hægt væri að ganga úr skugga um að dönsku smiðirnir væru að fá greitt eftir íslenskum kjarasamningum.  Þessu hafnaði Ístak og vísaði málinu til SA.  Í dag barst bréf frá Samtökum atvinnulífsins undirritað af Hrafnhildi Stefánsdóttur yfirlögfræðingi SA.  Svarið frá SA er skýrt þeir segja að það sé ekki hlutverk Ístaks að standa skil á stéttarfélagsgjöldum til Verklýðfélags Akraness.  Einnig segir í svarbréfinu að um réttindi og skyldur dönsku smiðina gildi lög, nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlenda fyrirtækja, þ.e lög um útsenda starfsmenn.  Þessu er Verkalýðsfélag Akraness ekki sammála og hefur nú þegar sent lögmanni félagsins bréfið til skoðunar og allt eins líklegt að málið fari fyrir dómstóla.  Íslenskri verkalýðshreyfingu er illilega ógnað ef það er staðreynd að  hægt sé að ráða erlenda verkamenn og smiði í gegnum starfsmannaleigur,  til þess eins að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld sem og önnur ákvæði sem í kjarasamningum gilda.  Við þessu verður brugðist af fullri hörku og eins og áður sagði er allt eins líklegt að málið fari  fyrir dómstóla

Ákveðið hefur verið að funda um nýjan fyrirtækjasamning fyrir starfsmenn Fangs ehf þriðjudaginn  27. september.  Starfsmenn Fangs hafa verið samningslausir frá því 30. nóvember 2004 og hefur Verkalýðsfélag Akraness gagnrýnt þennan seina gang harðlega.  En mjög erfiðlega hefur gengið að fá forsvarsmenn að samningsborðinu.  En eins og áður sagði þá verður fundurinn á næsta þriðjudag.   Krafa starfsmanna er skýr það er að þau réttindi sem áunnist hafa á liðnum árum og eru í kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins verði í hinum nýja fyrirtækjasamningi.  Einnig vilja starfsmenn fá álíka launahækkanir og starfsmenn Klafa og Íslenska járnblendifélagsins  fengu í vor.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image