• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Fréttablað Verkalýðsfélag Akraness er nú tilbúið og verður borið í hús á morgun. Það er ánægjulegt að geta lagt kvennaknattspyrnunni á Akranesi lið en 3. flokkur kvenna mun sjá um útburð blaðsins.

Blaðið er hægt að lesa hér á síðunni með því að smella hér.

Thursday, 30 April 2009 00:00

1. maí á Akranesi!

Eins og venjulega verður 1. maí haldinn hátíðlegur á Akranesi á morgun.

Dagskráin er á þá leið að safnast verður saman kl. 14:00 við Kirkjubraut 40 þaðan sem farið verður í kröfugöngu um neðri Skaga. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.

Ræðumaður dagsins er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Kvennakórinn Ymur og Grundartangakórinn munu syngja nokkur lög og að dagskrá lokinni verður boðið upp á veglegar kaffiveitingar.

Athygli er vakin á því að frítt er í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.

Eins og undanfarin ár geta félagsmenn fengið aðstoð við gerð einfaldra skattframtala á skrifstofu félagsins. 

Takmarkaðir tímar eru í boði svo félagsmenn eru vinsamlega beðnir að panta tímanlega í síma 4309900 eða á skrifstofu félagsins, Sunnubraut 13.

Monday, 02 March 2009 00:00

Áskorun til fyrirtækja

Þrátt fyrir samkomulag Samninganefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um frestun á launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars skorar Verkalýðsfélag Akraness á öll fyrirtæki sem aðild eiga að samningnum að hækka laun starfsmanna þann 1. mars sem nemur áður boðuðum hækkunum. Samkvæmt samningnum áttu lágmarkslaun félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness að hækka um kr. 13.500,- og önnur laun um 3,5%. 

Það er ljóst að það eru fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði sem hafa ráðrúm til að standa við þann kjarasamning sem undirritaður var 17. febrúar 2008 á hinum almenna vinnumarkaði og á þeirri forsendu hvetur VLFA fyrirtæki til að hækka laun í samræmi við áðurnefndar hækkanir.  Rétt er einnig að minna á að þeir samningar sem í gildu eru, eru lágmarkssamningar og það er ekkert sem bannar fyrirtækjum að hækka laun í takt við þær hækkanir sem áttu að koma 1. mars sl. 

Það er einnig ljóst að íslenskt verkafólk á í verulegum vandræðum sökum þess að allt hefur verið að hækka. T.d hafa lán vegna húsnæðiskaupa, bílalán, matvara og önnur þjónusta verið að hækka gríðarlega á undanförnum misserum.  Á þeirri forsendu gengur erfiðlega fyrir lágtekjufólk að láta enda ná saman enda hefur greiðslubyrði margra hækkað um tugi þúsunda á mánuði.  Því er afar mikilvægt að þeir atvinnurekendur sem geta staðið við þær launahækkanir sem áttu að koma 1. mars sl. láti þær koma til framkvæmda sem allra fyrst

Tuesday, 03 March 2009 00:00

Er lélegri loðnuvertíð lokið?

Faxi REÁhöfnin á Faxa RE virðist hafa lokið við loðnuleit á svæðinu vestur og norðvestur af Snæfellsnesi og samkvæmt upplýsingum sem formaður hefur aflað sér þá virðist leitin ekki hafa borið árangur.  Faxinn liggur nú bundinn við bryggju hér á Akranesi. Loðnuleitin fór fram í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina en Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur var um borð í skipinu.

Það er æði margt sem bendir til þess að frekari loðnuveiðar á þessari vertíð sé nú lokið, en loðnukvótinn þetta árið nam einungis 15 þúsund tonnum.  það komu þrjú þúsund tonn í hlut HB Granda og fór aflinn til hrognatöku, frystingar og bræðslu.  Alls var unnið úr um 3.000 tonnum eins og áður sagði af loðnu og var hrognanýtingin rúmlega 15%.

Það er ljóst að það eru mikil vonbrigði bæði fyrir sjómenn og útgerðir að ekki hafi fundist loðna til hægt hefði verið að gefa út frekari kvóta þetta árið og mun þessi aflabrestur hafa töluverð áhrif á tekjur sjómanna.  Fjölmargir skipverjar eru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness, bæði á skipum frá HB Granda og einnig fleiri útgerðum.

Samkvæmt upplýsingum sem formaður hefur aflað sér þá er stefnt að því að Ingunn AK og Lundey NS fari til gulldepluveiða það gæti hins vegar breyst ef svokölluð vestanganga loðnu myndi óvænt gera vart við sig.  

Stóriðjufyrirtækin á Grundartanga gríðarlega mikilvæg fyrir atvinnulífiðStóriðjufyrirtækin á Grundartanga gríðarlega mikilvæg fyrir atvinnulífiðFormaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verulegar áhyggjur af stefnu Vinstri - Grænna í stóriðjumálum en eins og fram kom í fréttum Rúv í hádeginu þá  styður Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um byggingu og rekstur álvers í Helguvík sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra leggur fram.

Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í hádegisfréttum RÚV.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að  iðnaðarráðherra fái heimild til að ganga til samninga við Century Aluminum Company og Norðurál vegna byggingar og reksturs álvers í Helguvík.

Það er morgunljóst að stóriðjan á Grundartanga bæði Norðurál og Elkem Ísland hafa gjörsamlega bjargað atvinnulífinu hér á Akranesi og vill formaður félagsins ekki hugsa þá hugsun til enda ef þessi tvö stóriðjufyrirtæki væru ekki til staðar í dag.  Í dag starfa um 560 manns hjá Norðuráli og yfir 200 manns hjá Elkem ísland.  Þessu til viðbótar eru nokkur hundruð afleidd störf sem tengjast þessum tveimur verksmiðjum .

það er einnig ljóst að atvinnuástandið hér á Akranesi væri afar bágborið ef við hefðum ekki þessi tvö öflugu fyrirtæki á okkar félagssvæði og hafa þessi þessi fyrirtæki gert það að verkum að á Akranesi hefur vaxið öflugt og gott samfélag.

Núverandi stjórnarflokkar sem og allir stjórnmálaflokkar þurfa að svara því með afgerandi hætti fyrir kosningar hver stefna þeirra er til stóriðjumála t.d. álver á Bakka við Húsavík, álver í Helguvík og kísilflöguverksmiðju á Grundartanga ef hún verður að veruleika. 

Dagana 18. og 19. febrúar sl. var haldið fyrra námskeið í fjögurra daga námskeiðslotu fyrir ráðgjafa Starfsendurhæfingarsjóðs. Fyrri daginn var fjallað um starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs, hugmyndafræði sjóðsins, hlutverk ráðgjafa og vinnuferla og sáu sérfræðingar sjóðsins um fræðsluna.

Seinni daginn hélt Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ, námskeið um samskipti og hvatningu, en stór hluti af starfi ráðgjafa felst einmitt í hvatningu og uppbyggjandi samskiptum við fólk.

Nú fer fram seinni hluti námskeiðslotunnar, þ.e. dagana 3. og 4. mars. Það verður m.a. fjallað um persónuvernd, siðareglur, lög og reglugerðir sem tengjast vinnumarkaði og algengar ástæður fyrir skertri starfsorku.

Í framtíðinni er gert ráð fyrir að allir ráðgjafar sæki grunnnámskeið hjá Starfsendurhæfingarsjóði fljótlega eftir að þeir hefja störf og að síðan verði ráðgjöfum tryggð símenntun í formi námskeiða eða námsdaga á vegum sjóðsins einu sinni til tvisvar á ári.

Tilgangurinn með námskeiðunum er að tryggja að allir vinni eftir sömu hugmyndafræði, aðferðafræði og vinnuferlum og að ráðgjafarnir sem munu starfa dreift um allt land kynnist sérfræðingum Starfsendurhæfingarsjóðs og öðrum ráðgjöfum til að auðvelda samskipti og samvinnu.

Björg Bjarnadóttir, starfsmaður Verkalýðsfélags Akraness er ráðgjafi sjóðsins á Akranesi og sat hún námskeiðið.

Í gær fóru fulltrúar frá Verkalýðsfélagi Akraness, Símenntunarstöð Vesturlands, Akraneskaupstað, Vinnumálastofnun og Borgarbyggð í kynningarferð til Reykjanesbæjar. Tilefnið var að skoða Virkjun, sem er ný miðstöð fyrir atvinnuleitendur þar í bæ.

Óhætt er að segja að margt forvitnilegt og jákvætt kom út úr þessari kynningarferð og greinilegt að á Reykjanesi hefur tekist vel til með þessa nýju miðstöð. Í Virkjun býðst atvinnuleitendum að sækja alls kyns kynningar, námskeið og afþreyingu af ýmsum toga.

Samkvæmt upplýsingum frá Önnu Lóu Ólafsdóttur, sem er starfs- og námsráðgjafi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, þá sækja á milli 50 og 90 manns miðstöðina á hverjum degi og hefur að undanförnu orðið töluverð fjölgun. Í gær var t.d. fjöldi námskeiða í gangi sem atvinnuleitendum stóð til boða og þegar okkur bar að garði var Jón Gnarr með fyrirlestur sem vakti mikla kátínu þeirra sem á hlýddu.

Það er alveg ljóst að full þörf er fyrir að reka svona miðstöð eins og gert er í Reykjanesbæ og vonandi munu bæjaryfirvöld á Akranesi skoða það með jákvæðum hætti að setja slíka miðstöð á laggirnar hér í bæ.

Á síðasta ári voru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness duglegir við að nýta sér einstaklingsstyrki úr þeim fræðslusjóðum sem félagið á aðild að. Þeir sjóðir sem um ræðir eru Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt. Samtals voru greiddir út styrkir til um 200 félagsmanna upp á rétt tæpar fimm milljónir króna sem er talsverð aukning frá því á árinu 2007.

Sé rýnt betur í tölurnar kemur í ljós að fólk á aldrinum 21 til 30 ára er duglegast að nýta sér þessa styrki, og að algengast er að sótt sé um endurgreiðslu vegna framhaldsnáms, háskólanáms og tungumálanáms. Ýmis önnur námskeið eru endurgreidd og má nefna sem dæmi vinnuvélaréttindi, ýmis tölvunámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið, tónlistarnám og ýmis tómstundanámskeið.

Það er ljóst að styrkir úr fræðslusjóðunum koma sér vel fyrir félagsmenn sem eru í námi og vill félagið hvetja félagsmenn til að kynna sér réttindi sín á heimasíðum sjóðanna eða á skrifstofu félagsins.

Mikið annríki hefur verið á skrifstofu félagsins við skattaframtalsaðstoð sem félagið býður sínum félagsmönnum uppá.  Þetta er fimmta árið sem félagið býður uppá slíka þjónustu og það fer ekki á milli mála að félagsmenn kunna gríðarlega vel að meta hana.

Skattaframtalsaðstoðin byrjaði 5. mars sl. og hefur nánast verið fullt í alla þá tíma sem hafa verið í boði.  Hins vegar er laust í nokkra tíma í þessari viku og þeirri næstu og eru félagsmenn hvattir til að panta tíma fljótlega ef þeir hyggjast nýta sér þessa þjónustu. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image