Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness eru duglegir að sækja um styrki sem þeir eiga rétt á, til dæmis vegna náms. Því er vakin athygli á því að nú hafa þrír sjóðir sem Verkalýðsfélag Akraness á aðild að: Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt, ákveðið að hækka hámark styrkja sinna en hámarkið hefur verið kr. 60.000 á ári síðustu ár.
Starfsgreinasambandið hefur gengið frá nýjum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands vegna starfsfólks í landbúnaði. Samningurinn tekur sömu hækkunum og samið var um í almennum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins auk þess sem farið var yfir gildissvið samningsins og er nú talað um að hann taki til starfsfólks í landbúnaði en ekki einungis á lögbýlum. Þá voru upphæðir sem draga má frá launum vegna fæðis og húsnæðis hækkaðar lítillega. Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 og út árið 2018 eins og aðrir samningar á almennum vinnumarkaði.
Í gær var fundur með samráðsnefnd Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélags Akraness vegna kjarasamnings þessara aðila, en þessi samráðsnefnd hefur það verkefni að koma saman til að taka á þeim ágreiningsefnum sem koma upp milli samningsaðila og leysa úr þeim ef kostur er.
Í gærkvöldi undirritaði
