Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á sl. þriðjudag hefur hækkað um tugi prósentna síðastliðið hálft ár. Algengt er að vörur hafi hækkað um 30%-50% frá því í verðkönnun verðlagseftirlitsins í vor en dæmi eru um yfir 100% verðhækkun. Verð hefur almennt hækkað mest í lágvöruverðsverslunum á milli kannana.
Forysta ASÍ ætlar að efna til fundarherferðar um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna. Hvert skal stefna? Haldnir verða sjö fundir vítt og breitt um landið í samstarfi við aðildarfélögin. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins.
Almennt verkafólk spyr sig: hvar eru þeir auðmenn og útrásarvíkingar sem skuldsett hafa íslensku þjóðina upp í rjáfur?
Um síðustu mánaðarmót var stofnað til samstarfshóps hér á Akranesi sem hefur það hlutverk að meta stöðu og leggja á ráðin um áhrif efnahagsmála. Starfshópinn skipa eftirtaldir: Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gunnar Richardsson frá Vinnumálastofnun Vesturlands, Ólafur Þ. Hauksson sýslumaður á Akranesi og Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar. Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs starfar með hópnum og kallar hann saman til fundar.
