Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026
Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum…


Rétt í þessu var að ljúka samningafundi með forsvarsmönnum Norðuráls vegna kjarasamnings starfsmanna en eldri samningur rennur út nú um áramótin. Fyrir nokkrum vikum lagði samninganefnd stéttarfélaganna fram ítarlega og vel rökstudda kröfugerð sem byggðist á því að laun starfsmanna Norðuráls myndu verða lagfærð allverulega. Ein af grunnkröfunum var einnig sú að tekið yrði upp nýtt fjölskylduvænt vaktakerfi með sambærilegum hætti og gerist hjá Elkem Ísland. Með öðrum orðum að horfið yrði frá 12 tíma vöktum og farið yfir í 8 tíma vaktakerfi. En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni var það ríkur meirihluti vaktavinnufólks sem vildi taka upp slíkt kerfi.