• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Dec

Sjötti fundurinn um nýjan kjarasamning við Norðurál var haldinn í morgun

Fundað var um nýjan kjarasamning við Norðurál í morgun.  Ákveðið var að samningsaðilar myndu fara í þá vinnu að klára þau kröfuatriði  sem ekki hafa neinn kostnaðarauka í för með sér fyrir fyrirtækið.  Ætla samningsaðilar að ljúka þeirri vinnu í desember.  Í janúar ætla samningsaðilar að fara í launaliðina og önnur kjaraatriði.  Verkalýðsfélagi Akraness og allri samningsnefndinni hefur borist áskorun frá vaktavinnumönnum, þar sem skorað er á samninganefndina að tryggja að fimmti vakthópurinn komi inn og að laun og önnur kjaraatriði verði jöfnuð við ÍSAL. 

Eins var ákveðið á fundinum að formaður VLFA og formaður FIT myndu fara í þá vinnu ásamt lögmönnum félaganna og fyrirtækisins að finna lausn á gildissviði samningsins. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image