Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Forsvarsmenn HB Granda boðuðu sjómenn sína ásamt fulltrúum þeirra stéttarfélaga sem eiga félagsmenn sem starfa hjá fyrirtækinu til fundar á Grand hóteli í gær. Því miður var tilefni fundarins ekki jákvætt hvað varðar sjómenn fyrirtækisins en forstjóri fyrirtækisins tilkynnti að fækka þyrfti um 34 sjómenn vegna þess að afkoma í landvinnslunni er mun betri en þegar aflinn er unninn og frystur um borð í skipunum. Einnig nefndi forstjóri HB Granda að þessar skipulagsbreytingar séu tilkomnar vegna skerðingar á aflaheimildum.