Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Þingi Alþýðusambands Íslands lauk á föstudaginn en það hafði staðið yfir frá miðvikudegi. Það er skemmst frá því að segja að þetta var átakaþing enda lagði Verkalýðsfélag Akraness fram þrjár tillögur og ályktanir fyrir þingið og það er einnig skemmst frá því að segja að engin þeirra hlaut brautargengi. Fyrsta tillagan laut að lagabreytingum ASÍ sem var fólgin í því að forseti sambandsins yrði kjörinn í allsherjar atkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna ASÍ en ekki inni á þingum sambandsins eins og nú væri. Formaður VLFA gerði grein fyrir þessari tillögu og benti meðal annars á þá miklu lýðræðisvakningu sem væri að eiga sér stað í íslensku samfélagi þar sem krafan væri skýr um að auka beint lýðræði á öllum sviðum. En því miður þá voru þónokkrir forystumenn innan Alþýðusambandsins sem töluðu þessa tillögu niður sem varð þess valdandi að hún fékk ekki hljómgrunn eins og áður hefur komið fram. Það er með ólíkindum að þessi tillaga hafi verið felld í ljósi þeirrar staðreyndar að Capacent Gallup gerði könnun fyrir VLFA fyrir rúmri viku síðan þar sem vilji fólks var afgerandi en 88% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar vildu að forseti sambandsins yrði kjörinn í allsherjar atkvæðagreiðslu. Enn og aftur sést með afgerandi hætti sú djúpa gjá sem er á milli hins almenna félagsmanns innan ASÍ og forystu sambandsins.