• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Oct

Fyrsta samningafundi við forsvarsmenn Norðuráls lokið

Fyrsti samningafundur við forsvarsmenn Norðuráls var haldinn í morgun.  Fundurinn var haldinn í Mörkinni sem er húsnæði í eigu Íslenska járnblendifélagsins.  Það sem var til umræðu á þessum fyrsta formlega fundi var gildissvið kjarasamningsins.  En það er skýlaus krafa stéttafélaganna og starfsmanna að kjarasamningur Norðuráls verði lágmarkssamningur á starfssvæði Norðuráls.  Lögmaður Verkalýðsfélag Akraness sat fundinn einnig og gaf samninganefndinni lögfræðileg álit, þegar þess þurfti við.

Stéttafélögin og starfsmenn Norðuráls ætla ekki að horfa upp á það sem  gerst hefur hjá Íslenska járnblendifélaginu, þar sem störfum hefur verið úthýst, með það eitt að markmiði að lækka launakostnað.  Eins var komið lítillega inn á breytingu á vaktafyrirkomulagi.  Forsvarsmönnum Norðuráls var þó gerð grein fyrir því að starfsmenn vilja bæta fimmta vakthópnum inn.  Ákveðið var að hittast aftur fimmtudaginn 21. október kl. 14:00.  En þá verða báðir hóparnir búnir að útfæra hvernig menn vilji að gildissvið samningsins líti út.  Okkar tilfinning er sú að forsvarsmenn NA séu nokkuð jákvæðir gagnvart kröfu stéttafélaganna um að kjarasamningur Norðuráls verði lágmarkssamningur á svæðinu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image