• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Sep

Formenn þeirra félaga sem eiga aðild að kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagið funda á morgun

Ákveðið hefur verið að formenn þeirra félaga sem eiga aðild að kjarasamningi við Íslenska Járnblendifélagið, hittist á morgun, fundurinn verður í húsakynnum Rafiðnarsambandsins.  Á fundinum verður farið yfir málin sem lúta að GT Tækni, Fangi og Klafa. Öll félögin hafa mikilla hagsmuni að gæta fyrir sína félagsmenn í þessu máli.  

 

Verkalýðsfélag Akraness er mjög uggandi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað á liðnum árum á Grundartangasvæðinu. 

Það liggur alveg ljóst fyrir hvað vakir fyrir eigendum Íslenska járnblendifélagsins, þeir eru búnir að stofna þrjú dótturfélög utanum eigin starfsemi, með það eitt í huga að reyna að komast hjá því að greiða eftir kjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins.  Þess í stað ætla þeir sér að greiða eftir kjarasamningum sem gerðir hafa verið á hinum almenna vinnumarkaði.  Þess má geta að það eru mun lakari kjarasamningar  heldur en kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins.

Lögmaður félagsins segir í lögfræðilegu áliti sem hann gerði fyrir stjórn félagsins vegna þessa máls:

Þá er það almennt vinnuréttarlegt sjónarmið að vinnuveitandi geti ekki komist undan ákvæðum kjarasamninga með því einu að breyta rekstarformi eða aðild að rekstareiningunni.”

Það er einmitt það sem eigendur Íslenska járnblendifélagsins eru að gera og það ætla félögin ekki að líða og munu á fundinum á morgun ræða hvaða aðgerða verður gripið til. 

Þá mun formaður félagsins hitta starfsmenn Fangs og fara yfir málin með þeim.  Þá er það mat eiganda Fangs að samningar við starfsmenn Fangs séu ekki lausir 30. nóvember eins og ráðningarsamningur starfsmanna segir til um.  Eigendur Fangs sem er “Íslenska járnblendifélagið” telja að kjarasamningur á almenna markaðnum sem var undirritaður 1. mars 2004 muni gilda.  Þetta ákvæði settu eigendur Fangs inn í ráðningasamninga starfsmanna algerlega án samráðs við stéttarfélögin.  Að halda því fram að þetta sé heimilt er fásinna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image