Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Einar Kr. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í morgun út reglugerð um veiðar á hrefnu og langreyði til næstu fimm ára og stóraukinn kvóta á þessum veiðitegundum. Leyfilegur heildarafli skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þessi ákvörðun þýðir að leyfilegt er að veiða allt að 150 langreyðir á árinu og 200 hrefnur. Heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár á eftir. Ljóst er að þessi ákvörðun sjávarútvegsráðherra þýðir mikla innspýtingu í atvinnulífið á Vesturlandi. Talið er að 24 til 28 störf geti skapast í kringum hrefnuveiðar og vinnslu og þegar allt sé talið skapist yfir 200 störf kringum veiðar á hrefnu og langreyði.