• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Apr

Orlofshús sumar 2023

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um orlofshús fyrir sumarið.

Úthlutun fer fram mánudaginn 24. apríl.

Hægt er að sækja um á félagavefnum

picture1

19
Apr

Aðalfundur VLFA haldinn í gær

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn í gær, miðvikudaginn 18. apríl á Gamla kaupfélaginu. Í skýrslu stjórnar fór formaður yfir helstu atriði í starfsemi félagsins á liðnu ári og kom fram í máli hans að félagið stendur gríðarlega vel jafnt félagslega sem fjárhagslega. 

Rekstrarafgangur samstæðunnar var 232 milljónir og nemur eigið fé félagsins rétt rúmum 2 milljörðum. Formaður fór yfir kjarasamninga liðins árs og jafnframt yfir þau verkefni sem framundan eru.  

Félagsmenn hafa verið afar duglegir að nýta sér þá þjónustu sem félagið býður þeim upp á og sýnir öll tölfræði það. Sem dæmi má nefna að 1378 félagsmenn fengu greiðslu úr sjúkrasjóði, 381 keyptu afsláttarkort og 305 fengu greidda menntastyrki. Samtals eru þetta um 70% félagsmanna og er það fyrir utan alla aðra þjónustu sem félagið veitir dag hvern. Það er einnig afar ánægjulegt að heyra að félagsmenn séu ánægðir og stoltir af félaginu sínu.  

Eins og alltaf þá er það regla stjórnar að láta félagsmenn njóta góðs af góðri afkomu félagsins og í ár var svo sannarlega engin undantekning þar á. En vegna góðrar afkomu var heilsueflingarstyrkurinn hækkaður úr 45.000 kr. í 50.000 kr. og heilsufarskoðunarstyrkurinn hækkaður úr 35.000 kr. í 50.000 kr. Einnig var gleraugnastyrkur hækkaður úr 50.000 kr. í 70.000 kr. Heyrnatækjastyrkur hækkar úr 40.000 kr. í 100.000 kr. og fæðingarstyrkur fer úr 150.000 kr. í 155.000 kr.  Þessar hækkanir taka gildi frá og með 1. maí 2023.

Formaður fór einnig yfir að í mars 2023 var tekin upp sú nýjung að bjóða félagsfólki upp á afslætti í gegnum gjafabréf hjá bæði Icelandair og Play en félagsfólk getur sparað sér allt að 30.000 kr. í gegnum þessa nýjung sem félagið bíður upp á. Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar á þeim stutta tíma sem liðinn er og þetta mun svo sannarlega nýtast félagsfólki vel.

Að fundi loknum bauð félagið fundargestum upp á ljúffengt lambakjöt með öllu tilheyrandi að hætti Gamla Kaupfélagsins.

 

 

thumbnail IMG 5351thumbnail_IMG_5352.jpgthumbnail_IMG_5362.jpgthumbnail_IMG_5354.jpg

11
Apr

Sumarúthlutun

Opið er fyrir umsóknir um orlofshús til 21. apríl, en úthlutun fer fram þann 24. apríl.

Í boði eru 13 vikur og skiptidagar eru á miðvikudögum.  Einfalt er að senda inn umsókn á félagavefnum, en þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum 

Hér er umsóknareyðublað og bæklingur :)  

Þau hús sem eru í úthlutuninni eru : 

Fjögur hús í Húsafelli: 

BIrkihlíð 6, Hraunbrekkur 2, Ásendi 9 og Ásendi 10 

Eitt hús í Kjósinni, þrjú í næsta nágrenni við Akranes;  Bláskógar, Efstiás og við Hótel Glym

Þrjár íbúðir á Akureyri og ein í Stykkishólmi

Að ógleymdum bæði  Hraunborgum og Ölfusborgum

 

Svo viljum við einnig minna félagsmenn okkar á að félagsskírteinin eru nú orðin rafræn, en ýmis fyrirtæki hér á Akranesi bjóða félagsmönnum VLFA upp á sérkjör.

Það er einnig frítt fyrir félagsmenn okkar að veiða í hluta af vötnunum í Svínadal. 

 

 

05
Apr

Aðalfundur VLFA verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 17

 

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn

þriðjudaginn 18. apríl 2023 kl. 17

á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
  3. Kosningar sem þurfa að fara fram á aðalfundi samkvæmt 28. grein laga félagsins.
  4. Kynning á hækkun á greiðslum úr sjúkrasjóði.
  5. Breyting á lögum félagsins (greinar 3, 6-8, 14, 17, 20-24, 27-28 og 30).
  6. Önnur mál.

Á aðalfundi verða ekki afgreiddar með atkvæðagreiðslu aðrar tillögur og ályktanir en þær sem borist hafa til skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund eins og 28. grein laga félagsins kveður á um.

Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfund. Komi tillögur eða ályktanir fram þá munu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða einnig kynntar á heimasíðu félagsins.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.

Boðið verður upp á kvöldverð eftir fundinn.

30
Mar

Frítt að veiða í Svínadal

Eins og undanfarin ár hefur orlofssjóður Verkalýðsfélags Akraness nú gengið frá samningi um að félagsmenn í VLFA geti fengið frítt veiðileyfi í Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni í Svínadal. Framvísa þarf félagsskírteini en þau er hægt að nálgast inni á heimasíðu VLFA undir flipanum innskráning.

Þessi möguleiki hefur verið vel nýttur af félagsmönnum undanfarin ár og vonast stjórn VLFA til þess að félagsmenn njóti áfram góðs af þessum samningi.

17
Mar

Félagsmenn athugið

Play og Icelandair

Verkalýðsfélag Akraness býður félagsmönnum upp á að kaupa gjafabréf hjá Play og Icelandair.

 

Verð fyrir gjafabréf er 19.000 krónur og gildir það sem 25.000 kr. greiðsla upp í farseðil eða pakkaferð í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða, innanlands og erlendis. Gjafabréfin má nýta til að greiða skatta og gjöld þegar keypt er samkvæmt almennu flugfargjaldi. Heimilt er að nota fleiri en eitt gjafabréf upp í almennt fargjald.

 

Hver félagsmaður getur keypt allt að 5 gjafabréf á hverju almanaksári. Fyrir hvert gjafabréf dregst frá einn orlofspunktur.

 

Gjafabéfin er hægt að kaupa á skrifstofu félagsins og í síma 4309900. Gjafabréfin eru send á netfang kaupanda að greiðslu lokinni.

 

Icelandair - gildistími gjafabréfa er 5 ár. Frekari upplýsingar má lesa hér Icelandair 

Play - gildistími gjafabréfa er 4 ár. Frekari upplýsingar má lesa hér Play

 

Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) er endursöluaðili gjafabréfanna og er gildistími þeirra frá kaupum VLFA á gjafabréfum.

 

Gjafabréfum er ekki heimilt að skila eða skipta. Komi sú staða upp að félagsmaður geti ekki nýtt gjafabréf af ástæðum sem ekki varða hann sjálfan, t.d. ef viðkomandi flugfélag verður gjaldþrota eftir að gjafakort er keypt en áður en það er nýtt, á félagsmaðurinn því aðeins rétt á endurgreiðslu að því marki sem VLFA sjálft fær kostnað endurgreiddan vegna gjafakortsins. Skal VLFA endurgreiða félagsmanni innan 30 daga frá því að VLFA hefur móttekið endurgreiðslu vegna gjafabréfsins.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image