Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Eins og fram hefur komið fréttum að undanförnu þá hefur ríkt umtalsverð óánægja hjá kennurum Grundaskóla og Brekkubæjarskóla á Akranesi sem og öðrum starfsmönnum bæjarins í vetur, sem hafa vitnað til þeirra kjarabóta sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi hafa veitt sínum starfsmönnum á undanförnum mánuðum.

Fjölmennt var í kröfugöngunni sem stéttarfélögin á Akranesi stóðu fyrir á 1. maí. Að lokinni kröfugöngu þá var boðið uppá hefðbundna hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness og eins og endranær var húsfyllir. Formaður félagsins flutti ávarp að því loknu flutti Gylfi Arnbjörnsson hátíðarræðu dagsins og voru fundarmenn almennt mjög ánægðir með ræðu Gylfa.
Alvarlegt vinnuslys varð miðvikudaginn 30. apríl í steypustöð BM Vallár við Höfðasel á Akranesi. Slysið varð með þeim hætti að karlmaður á fertugsaldri fékk utan í sig stórt steypusíló sem féll úr 5 til 6 metra hæð. Hann var fyrst fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi en fljótlega þaðan með forgangshraði á Landspítalann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem formaður félagsins hefur aflað sér þá liggur maðurinn sem er félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness á gjörgæsludeild Landspítalans, alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi í öndunarvél.