• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Kæru félagsmenn,

Vegna Covid19 faraldursins mun Verkalýðsfélag Akraness takmarka aðgengi  félagsmanna að skrifstofunni og á þeirri forsendu verður skrifstofan lokuð um óákveðin tíma.

Félagið mun hins vegar halda úti fullri þjónustu, en sú þjónusta mun fara fram í gegnum síma og í rafrænu formi.

Ef þið þurfið að skila inn umsóknum vegna greiðslan úr sjúkrasjóði, fá ráðgjöf eða aðrar upplýsingar má senda okkur tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Einnig er hægt að ná í alla starfsmenn í síma, en símanúmerið er 430-9900 kr. 

           

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                             Formaður VLFA                                             s: 430-9902

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                         Ráðgjafi Virk                                                  s: 430-9904

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                     Ráðgjafi Virk                                                  s: 430-9907

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                        Skrifstofufulltrúi                                             s: 430-9906

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                              Skrifstofufulltrúi                                             s: 430-9905

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                        Skrifstofufulltrúi                                             s: 430-9900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                     Skrifstofufulltrúi                                             s: 430-9903

Við munum einnig reyna að setja inn fréttir og upplýsingar inn á heimasíðuna okkar www.vlfa.is sem og á facebooksíðu félagsins.

Published in Fréttir
Friday, 13 March 2020 12:43

Samkomulag gert við Snók ehf.

Verkalýðsfélag Akraness hefur skrifað undir nýtt samkomulag við Snók verktaka sem þjónustar m.a. stóriðjufyrirtæki, en þetta samkomulag byggist á því að starfsmenn njóta sambærilegra kjara og starfsmenn stóriðjufyrirtækisins Elkem Ísland á Grundartanga.

Grunnlaun starfsmanna hækka um 4,25% en auk þess eru vaktaálög hækkuð um 3% en það er gert vegna þess að vetrarfrí starfsmanna á vöktum falla inn í vaktaálagið.

Grunnlaun starfsmanna verða frá 332.102 kr. á mánuði uppí 391.880 kr. fyrir starfsmann með 10 ára starfsaldur, en auk þess fá allir starfsmenn 0,90% af grunnlaunum í ferðapening.

Orlofs-og desemberuppbætur verða 234.786 þúsund krónur.

Það er óhætt að segja að COVID 19 hafi áhrif,  því ekki verður hægt að kynna og afgreiða samkomulagið eins gert er ráð fyrir en félagið hefur ákveðið að láta samninginn taka gildi strax og verður svo kynntur og afgreiddur þegar færi gefst til.

Rétt er að geta þess að uppundir 100 manns vinna hjá Snók.

Published in Fréttir

Í gær skrifaði formaður Verkalýðsfélags Akraness undir nýjan kjarasamning fyrir gæslumennina sem starfa hjá Faxaflóahöfnum. Kjarasamningurinn byggist á stórum hluta á Lífskjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði en auk þess þá lögðu starfsmenn mikla áherslu á að skipt yrði úr 12 tíma vaktakerfi yfir í 8 tíma vaktakerfi eins og Elkem Ísland er með.

En með því er vinnuskylda færð úr 182 vinnustundum á mánuði niður í 145,6 vinnustundir eða með öðrum orðum starfsmenn taka 6 vaktir á 5 dögum og eiga svo 5 daga í frí.

Það er skemmst frá því að segja að forsvarsmenn Faxaflóahafna hafi tekið afar vel í þessa hugmynd enda er það mat samningsaðila að það sé lýðheilsumál að draga úr vinnuskyldu vaktamanna og ekki sé hollt að vinna á 12 tíma vöktum.

Samið var um að skipa starfshóp þar sem viðræður verða teknar upp við að koma þessu nýja vaktakerfi á og  stefnt er að því að nýtt kerfi taki gildi eigi síðar en 1. september 2020.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl 2019 en samningstíminn er til 30. september 2023.   Laun hækka um  17.000 kr. frá 1.apíl 2019, næst kemur 24.000 kr hækkun þann 1. apríl 2020, sem þýðir að þann 1. Apríl 2020 verður lægsti grunntaxti starfsmanna komin í 387.473 krónur og eftir 12 ára starfsreynslu í 423.680 krónur.  

Hér má sjá nýjar launatöflur og kjarasamningurinn er hér

Published in Fréttir

Þrettándi kjarasamningsfundurinn var haldinn með forsvarsmönnum Norðuráls í gær en núna má segja að aðeins örfá mál standi útaf svo hægt sé að ganga frá nýjum kjarasamningi.

Í gær voru kláruð þau atriði sem laut að styttingu á vinnutíma dagvinnumanna. Stytting vinnutíma dagvinnumanna er þá til viðbótar atriðinu sem búið var að klára er laut að því að skipt verði úr 12 tíma vaktakerfi yfir í 8 tíma vaktakerfi eins og allar aðrar verksmiðjur í sambærilegum iðnaði eru með.

 

Eins og áður sagði eru einungis þrjú atriði eftir að mati formanns VLFA en allt eru það mjög veigamikil atriði þar sem brugðið getur til beggja vona. En þau atriði sem standa útaf eru:

-Að launavísitalan verði áfram grunnur að launabreytingum starfsmanna eins og var í síðasta kjarasamningi.

-Ósamið er um hve margar ferðir verður greitt fyrir í 8 tíma vaktakerfinu.

-Hækkun vaktarálags á tímabilinu 17:00 til 24:00 á virkum dögum úr 30% í 33%.

 

En nú er ekkert annað en að vona að það takist að klára þessi atriði á næsta fundi, en eins og áður sagði þá getur brugðið til beggja vona í þeim efnum.

En það er óhætt að segja að COVID 19 sé að setja mark sitt á þessar viðræður því allir fundir sem eftir eru verða í gegnum fjarfundarbúnað en næsti fundur er áætlaður á næsta þriðjudag.

Published in Fréttir

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Þetta eru gleðitíðindi að tekist hafi loksins að klára þennan samning en nú eru liðnir 11 mánuðir frá því samningurinn rann út. Rétt er að geta þess sérstaklega að samningurinn er afturvirkur frá 1. apríl 2019, sem þýðir að launafólk hjá ríkinu þarf ekki að líða fyrir það fjárhagslega að svona lengi hafi dregist að ganga frá nýjum kjarasamningi. Hins vegar er rétt að geta þess að í júlí á síðasta ári kom inná greiðsla uppá 105 þúsund fyrir fullt starf sem dregst frá greiðslunni vegna afturvirkninnar.

Þetta er afar flókinn kjarasamningur sem byggist m.a. á því að verið er að gera mikla breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks og einnig vegna þess að tekin verður upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldursþrepum. Þessar breytingar verða gerðar í samræmi við upptöku á nýjum stofnannasamningi sem á eftir að gera á hverri stofnun fyrir sig.

En í þessum kjarasamningi verður öllum tryggðar að lágmarki 90 þúsund króna launahækkun á samningstímanum.

Helstu atriði samningsins eru sem hér segir:

  • Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og hækka frá 1. apríl 2019.
  • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar.
  • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi.
  • Vinnuvika vaktavikufólks verður 36 stundir m.v. fullt starf og nýtt launamyndunarkerfi tekið upp. Breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu sem býður upp á manneskjulegra umhverfi með styttri vinnuviku, þar sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri samþættingu einkalífs og vinnu.
  • Tekin er upp ný launatafla sem byggir á álagsþrepum en ekki aldurþrepum, í tengslum við það eru stofnannasamningar endurskoðaðir og er ráðstafað allt að 142 milljónum króna vegna þessa.
  • Framlag í orlofssjóð hækkar.
  • Fellt út ákvæði um að heimilt sé að láta fólk gista í tjöldum.
  • Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám.
  • Tryggt var að hagvaxtarauki sé einnig í þessum kjarasamningi eins og öðrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið. 

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og vikum en gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu um hann ljúki 26. mars.  Atkvæða greiðsla verður auglýst innan skamms.

Hér má skoða samningin

Published in Fréttir

Í gær var haldinn ellefti kjarasamningsfundurinn með forsvarmönnum Norðuráls og var aðalumræðuefnið stytting á dagvinnutímans hjá dagvinnumönnum en ljóst er að verulegur ágreiningur er um hvort eða hvernig er hægt að koma til móts við kröfur stéttarfélaganna að stytta vinnuvikuna hjá dagvinnumönnum.

Einnig var á þessum fundi gerð bókun um að unnið skuli að breytingum á bónuskerfinu sem taki skuli gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.

Það liggur fyrir að aðalmálið er eftir sem lýtur að launabreytingum og hvernig þeim verði háttað á samningstímanum en Norðurál hefur til þessa hafnað að miðað verði við launavísitöluna með sama hætti og gert var á síðasta samningstímabili.

Það er ljóst að sannarlega geti brugðið til beggja átta í þessu viðræðum því það er ljóst að ef Verkalýðsfélag Akraness mun ekki ná fram sínum aðalmarkmiðum í þessum viðræðum þá mun félagið ekki ganga frá samningi við forsvarsmenn Norðuráls.

Næsti fundur verður á morgun og eins og formaður hefur áður sagt þá verða þessar viðræður að fara að taka einhvern kipp enda komnir rúmir tveir mánuðir frá því kjarasamningurinn rann út.

Published in Fréttir

Formaður hélt fund með starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í dag þar sem farið var yfir stöðuna í kjaramálum félagsins við ríkið.

Það er ljóst að verulegrar óþreyju er farið að gæta hjá starfsmönnum eðlilega enda hartnær eitt ár liðið frá því að kjarasamningurinn rann út.

Formaður fór yfir stöðuna og kom fram í máli hans að strandað hafi á viðræðum er lúta að breytingum á styttingu vaktavinnu en verulegur ágreiningur hefur verið uppi hvað það varðar. Það kom einnig fram í máli formanns að vonandi fer að sjást til lands í þeim ágreiningi.

Starfsmenn hvöttu formann til að gera allt sem í hans valdi stæði til að þessi kjarasamningur yrði kláraður sem allra fyrst enda ekki ásættanlegt að vera á launabreytinga í heilt ár eins og nú er orðið í þessum samningi.

Formaður vonast að þessi samningur klárist á næstu dögum en þar til er lítið annað að gera en að bíða og vona það besta.

Published in Fréttir

Rétt í þessu lauk talningu um kosningu á kjarasamningi við Elkem Ísland á Grundartanga. En gengið var frá nýjum kjarasamningi þann 13. febrúar síðastliðinn og hefur kosningu um samninginn staðið  yfir frá þeim tíma en henni lauk núna í hádeginu.

Kjarasamningurinn bar þess merki  að fyrirtækið á við erfiðleika að etja þessi misserin og þá sérstaklega vegna umtalsverðar hækkunar á raforku til fyrirtækisins sem tók gildi þann 1. apríl í fyrra, en með þeim samningi er raforkuverð til fyrirtækisins að hækka um 1,3 til 1,5 milljarða á ári.

Á þessari forsendu óskaði fyrirtækið eftir að gera skammtímasamninginn til eins árs og var það gert en samningurinn skilar starfsmönnum 2,55 % launahækkun frá 1. Janúar 2020 og þremur auka orlofsdögum.

Það er skemmst frá því að segja að kjarasamningurinn var samþykktur með afgerandi hætti eða 73,14%.

Atkvæði féllu með eftirfarandi hætti:

Á kjörskrá:                          124

Þeir sem kusu:                  108 eða 87,09%

Já:                                      79 eða 73,14%

Nei:                                    28 eða 25,92%

Auðir:                                  1 eða 0,92%

Published in Fréttir

Níundi samningafundurinn vegna kjarasamnings Norðuráls var haldinn síðasta fimmtudag. Fyrir fundinn lág orðið fyrir að samkomulag er nánast í höfn er lýtur að því að bjóða starfsmönnum möguleika á því að skipta um vaktakerfi eða úr 12 tíma kerfi yfir í 8 tíma kerfi.

Á þessum fundi var verið að ræða möguleika á því að stytta vinnuvikuna hjá dagmönnum en það er ljóst að þær hugmyndir sem fyrirtækið lagði fram í þeim efnum var algerlega hafnað samstundis. Samninganefnd stéttarfélaganna hafa aðrar hugmyndir uppi hvað varðar styttingu á vinnuvikunni hjá dagvinnumönnum.

Örlítið var rætt um bónuskerfi starfsmanna en líklegast er að gerð verði bókun um að það skuli endurnýjað í samvinnu við trúnaðarmenn en á meðan sú vinna fer fram gildi gamla bónuskerfið sem hefur á samningstímanum verið að gefa á bilinu 7-8%

Ekki er enn farið að ræða aðalkröfuna sem lýtur að beinum launahækkunum starfsmanna og lýsti formaður VLFA því yfir á fundinum að honum finnist þessar viðræður ganga og hægt enda að verða tveir mánuðir frá því kjarasamningur á milli aðila rann út.

Á þessari forsendu var ákveðið að setja niður tvo fundi í þarnæstu viku þar sem forsvarsmenn Norðuráls eru uppteknir í komandi vinnuviku.

Nú er ljóst að það fer að draga til tíðinda um hvort okkur takist að landa nýjum samningi eða ekki en eins og margoft hefur komið fram þá er það ófrávíkjanleg krafa frá starfsmönnum að haldið verði áfram að miða við launavístölu Hagstofunnar hvað launabreytingar varðar.

Það er ljóst að forsvarsmenn hafa hafnað að miða við launavísitöluna eins og gert var í síðasta kjarasamningi og því allt eins líklegt að menn nái ekki saman en tíminn einn mun leiða það í ljós.

Published in Fréttir

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá var skrifað undir nýjan kjarasamning við Elkem Ísland 13. Apríl síðastliðinn og á síðasta miðvikudag kynnti formaður VLFA samninginn fyrir starfsmönnum.

En tveir kynningarfundir voru haldnir á Gamla kaupfélaginu þar sem formaður fór yfir innihald samningsins en gildistími samningsins er einungis eitt ár og rennur út um næstu áramót.

Kjarasamningurinn er með svona stuttan gildistíma vegna þess að fyrirtækið treystir sér ekki í lengri samning vegna óvissu í raforkumálum en eins og fram hefur komið fékk fyrirtækið umtalsverða hækkun á raforkusamningum við Landsvirkjun en hún nemur um 1,3 milljarði á ári.

Þessi kjarasamningur er því gerður í ljósi þessara aðstæðna og munu laun starfsmanna hækka um 2,5% frá 1. janúar 2020 auk þess verður orlof starfsmanna aukið og tvær svokallaðir skilavaktir aflagðar.

Kosningu um kjarasamninginn lýkur á næsta miðvikudag.

Published in Fréttir

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image