Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 4309900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is
Stærra letur Minna letur
0

SÉRKJÖR OG AFSLÆTTIR

 • Apótek Vesturlands
 • Bílar og dekk
 • Brautin ehf
 • Galleri Ozone
 • LH bókhald ehf
 • Model
 • N1
 • Olís
 • Omnis
 • Pípulagningafélag Lýðveldisins
 • Rafþjónusta Sigurdórs ehf
 • Snyrtistofan Dekur
 • Trésmiðjan Akur
 • VÍS 
 • Ökukennsla Sigga Trukks 
 • Knattspyrnufélag ÍA

0
0

LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA 

Félagsmenn geta fengið ókeypis lögfræðirágjöf hjá lögmanni félagsins með því að panta sér viðtalstíma á skrifstofu félagsins í síma 430-9900

 

0
5. desember 2016

Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það hversu mikilvægt það er fyrir allt launafólk að fara ætíð vel yfir launaseðilinn sinn í hverjum mánuði, enda geta alltaf orðið mistök hjá launafulltrúum við útreikning á launum starfsmanna. Verkalýðsfélag Akraness vill árétta þetta enn og aftur því þótt stundum sé launafólk hlunnfarið vísvitandi, þá er oftar en ekki um mistök um að ræða þegar launafólk fær of lítið útborgað.

 

Í dag fékk félagið t.d. launaseðil frá einum félagsmanni sem starfar við þjónustustörf og við yfirferð formanns félagsins kom í ljós að viðkomandi starfsmaður var á röngum launataxta og munaði rúmum 15.000 krónum á mánuði og var þessi villa búin að vera um allanga hríð.

 

Að sjálfsögðu hafði félagið samband við viðkomandi fyrirtæki og óskaði eftir skýringum á þessu og viðurkenndi fyrirtækið um leið og það hafði skoðað viðkomandi starfsmann að hér væri um mistök að ræða og þetta yrði leiðrétt eins langt aftur og villan hafi staðið. Það er því ljóst að viðkomandi starfsmaður mun fá leiðréttingu sem nemur tugum þúsunda og munar launafólk um minna.

 

Verkalýðsfélag Akraness skorar á félagsmenn sína að fara ætíð vel yfir launaseðlana og ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafa samband við skrifstofuna. 

 

 

 

 

 

2. desember 2016

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá stefndi Verkalýðsfélag Akraness Norðuráli vegna ágreinings í tveimur málum vegna túlkunar á greinum í kjarasamningi félagsins við Norðurál. Fyrra málið laut að túlkun á réttindaávinnslu starfsmanna til greiðslu orlofs- og desemberuppbóta og seinna málið laut að túlkun á ávinnslu á starfsaldurhækkunum. 

 

Það er skemmst frá því að segja að Félagsdómur féllst á allar dómskröfur Verkalýðsfélags Akraness í báðum málunum. Norðuráli var gert að greiða Verkalýðsfélagi Akraness 500.000 kr. í málskostnað fyrir hvort málið fyrir sig og var Norðuráli því gert að greiða VLFA samtals 1.000.000 kr. í málskostnað. 

 

Það er ljóst að umtalsverðir hagsmunir voru í húfi í þessum málum og þá sér í lagi hvað varðar túlkun á réttindaávinnslu starfsmanna til greiðslu á orlofs- og desemberuppbótum. Enda liggur fyrir að um háar upphæðir er að ræða enda eru orlofs- og desemberuppbætur samtals fyrir fullt starf hjá Norðuráli í dag 370.916 kr. eða 185.458 kr. hvor um sig.

 

Verkalýðsfélag Akraness valdi mál eins starfsmanns til að fara með sem prófmál fyrir félagsdóm til að fá úr því skorið hvort hann ætti rétt á hlutfalli af orlofs- og desemberuppbótum fyrir árin 2014 og 2015 og eins og áður sagði féllst félagsdómur á allar kröfur félagins og mun Norðurál þurfa að greiða umræddum starfsmanni um 200.000 krónur og að sjálfsögðu mun félagið fara fram á að dráttavextir verði greiddir af þeirri upphæð.

 

Það er morgunljóst að þessi dómur um réttindaávinnslu á orlofs- og desemberuppbótum hefur fordæmisgildi og ljóst að mun fleiri starfsmenn munu eiga rétt til greiðslu á orlofs- og desemberuppbótum en fyrirtækið hefur talið hingað til. Það liggur fyrir að VLFA mun gera kröfu á að allir starfsmenn sem samkvæmt dómnum eiga rétt á orlofs- og desemberuppbótum muni fá þær leiðréttar 4 ár aftur í tímann og er því ljóst er að um umtalsverðar upphæðir getur verið að ræða sem mun klárlega skipta þá starfsmenn sem þar heyra undir töluverðu máli.

 

Verkalýðsfélag Akraness var búið að reyna ítrekað að leysa þetta mál í sátt og samlyndi við forsvarsmenn fyrirtækisins en þeir töldu að þeim bæri ekki að greiða þetta og því fór Verkalýðsfélag Akraness með málið fyrir dómstóla sem hafa nú kveðið upp sinn endanlega útskurð. Það liggur fyrir að Verkalýðsfélag Akraness mun aldrei sætta sig við að brotið sé á réttindum okkar félagsmanna og ef félagið telur að brot hafi verið framin þá reynir félagið að sjálfsögðu að finna lausn á því. Ef það ekki tekst þá fer félagið með slík mál fyrir dómstóla. 

 

Í gegnum árin hefur félagið stefnt þó nokkrum fyrirtækjum vegna ágreinings um túlkun kjarasamninga og vangoldinna launa og núna er félagið t.d. með eitt mál fyrir Héraðsdómi Vesturlands og tvö önnur á leið þangað. Það mikilvægt að atvinnurekendur átti sig á því vel og rækilega að VLFA hefur ekki og mun ekki sætta sig við að brotið sé á réttindum sinna félagsmanna.  

 

Hægt er lesa dómana í heild sinni með því að smella hér.

 

25. nóvember 2016

Í gær hófst 30. þing Sjómannasambands Íslands og verður því fram haldið í dag, en Verkalýðsfélag Akraness á þrjá fulltrúa á þinginu. Að þessu sinni er þingið haldið í skugga sýnilegrar óánægju sjómanna með nýgerðan kjarasamning og munu kjaramál því væntanlega vera mikið til umræðu á þinginu. Það er að heyra á sjómönnum almennt að talsverðar líkur séu á því að samningurinn verði felldur í yfirstandandi atkvæðagreiðslu og því er mikilvægt að farið verði yfir þá stöðu sem getur komið upp ef það verður niðurstaðan þegar atkvæði verða talin þann 14. desember nk.

 

Þau atriði í nýgerðum kjarasamningi sem sjómenn hafa helst verið óhressir með eru til að mynda nýsmíðaálagið og verðlagsmálin, auk þess sem tortryggni ríkir varðandi ákvæði um mönnunarmálin. Eins og fram hefur komið hjá formanni VLFA ríkir gríðarlegt vantraust á milli útgerðarmanna og sjómanna því menn hafa ekki trú á því að þau atriði sem um hefur verið samið komi til framkvæmda. Það er því afar nauðsynlegt að tryggja á einhvern hátt framkvæmd þeirra atriða sem um hefur verið samið milil aðila.

21. nóvember 2016

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn sína að þeir eiga rétt á desemberuppbót samkvæmt starfshlutfalli og starftíma og eiga öll fyrirtæki að vera búin að greiða desemberuppbæturnar út í síðasta lagi 15 desember næstkomandi. 

Desemberuppbætur eru misháar eftir fyrirtækjum og kjarasamningum en þær eru eftirfarandi:

 

°              Starfsmenn Norðuráls:                185.688 krónur.

°              Starfsmenn Elkem og Klafa:       181.458 krónur.

°              Starfsmenn sveitafélaga:            106.250 krónur.

°              Almenni markaðurinn:                 82.000 krónur.

°              Starfsmenn Ríkis:                        82.000 krónur.

Nánari upplýsingar um rétt til desemberuppbóta er hægt að fá á skrifstofu félagsins í síma 430-9900

 

16. nóvember 2016
11. nóvember 2016
17. október 2016
0
0