• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Saturday, 06 November 2004 00:00

Skoðið myndir úr félagsstarfinu

Skoðið myndir úr starfsemi félagsins, nú eru um 700 myndir komnar á síðuna.  Nýjustu myndirnar eru frá ársfundum ASÍ og SGS, eins eru myndir frá 80 ára afmæli félagsins, og frá samningafundi vegna sjómannasamningsins.  Smellið á Myndir.

Published in Fréttir

Formaður félagsins fór uppí Norðurál og hitti  vaktavinnufólk í gærkveldi og svo aftur í kvöld.  Hefur formaður félagsins því hitt allar vaktirnar A, B, C og D.  Það er afar mikilvægt, reyndar nauðsynlegt, að vera í góðu sambandi við starfsmenn til að vita hvaða hugmyndir þeir hafa til komandi kjarasamningsgerðar.  Við sem erum í forsvari í þessum samningum,  verðum að vita hvað starfsmenn vilja það er númer 1, 2 og 3.   Formaður VLFA hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum.  Formaður félagsins vill þakka starfsmönnum Norðuráls fyrir frábærar móttökur sem hann fékk í þessum heimsóknum frá öllum vöktunum. 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur farið á liðnum vikum og hitt starfsmenn Norðuráls alls 4 sinnum til að vera meðvitaður um hver vilji starfsmanna er.  Á næstu dögum mun formaður heyra í dagvinnumönnum, er búinn að heyra einu sinni í þeim.  Hvað varðar Íslenska járnblendifélagið  þá hefur formaður haldið fundi með öllum verkamönnum Íj, hefur hann líka farið á vinnustaðinn margoft og heyrt í starfsmönnum.  Það er og verður stefna okkar sem stjórnum Verkalýðsfélagi Akraness að vera í nánu sambandi við okkar félagsmenn.

Published in Fréttir

Fjórði samningarfundur um nýjan kjarasamning við forsvarsmenn Norðuráls var haldinn í gær.  Einungis var eitt mál á dagskrá en það var um vaktir og vaktafyrirkomulag.  Fyrirhugað er að funda í næstu viku aftur.

Published in Fréttir

Aðaltrúnaðarmaður Íj og formaður félagsins funduðu í dag með forsvarsmönnum Íslenska járnblendifélagsins. Til umræðu á fundinum voru bónusmál starfsmanna vegna fyrri ára.  Ákveðið var að halda kynningarfund  með starfsmönnum þar sem bónusmál fyrri ára verða kynnt.  Fyrirkomulag fundanna verður auglýst fljótlega eða í samráði við forsvarsmenn Íj.

Published in Fréttir

Verkalýðfélag Akraness vill koma þeim skilaboðum á framfæri til sinna félagsmanna sem starfa hjá Norðuráli og  lentu í rútuslysinu á dögunum að lögmaður félagsins er tilbúinn að aðstoða okkar félagsmenn, til að gæta að réttindum sínum telji menn sig hafa orðið fyrir skaða.  Verkalýðsfélag Akraness skorar á sína félagsmenn að nýta sér þessa þjónustu sem er þeim félagsmönnum sem lentu í slysinu að kostnaðarlausu.

Published in Fréttir

Samningafundur verður haldinn á morgun vegna kjarasamnings við Norðurál, hefst hann kl. 13.00.  Til umræðu á þessum fundi verður aðallega eitt mál, þ.e.a.s breyting á vaktafyrirkomulagi.  Á undan fundinum eða kl. 11.00, munu trúnaðarmenn og formenn félaganna hittast og fara yfir stöðu mála.

Published in Fréttir

Samningafundur var haldinn í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings við Íslenska járnblendifélagið.  Fundurinn var gagnlegur að okkar mati.  Ákveðið var að næsti fundur verði þriðjudaginn  9. nóvember.

Published in Fréttir

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar mánudaginn 1. nóvember kl. 14.00, vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið.  Trúnaðarmenn og formenn þeirra félaga sem eiga aðild að kjarasamningum við Íj ætla að funda kl. 13.00 í húsakynnum Ríkissáttasemjara, til að meta stöðu mála.

Published in Fréttir

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands kom saman til áríðandi fundar í gær.  Tilefni fundarins var að formaður SSÍ Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson einnig frá SSÍ, vildu kynna fyrir samninganefndinni drög að nýjum kjarasamningi  milli sjómanna og útvegsmanna.  Þeir félagar kynntu fyrir

samninganefndinni  hvað fælist í samningnum og voru samninganefndarmenn afar ánægðir með að loksins  hafi tekist að semja við útvegsmenn.  Sjómenn í Verkalýðsfélagi Akraness geta komið á skrifstofu félagsins og fengið eintak af samningnum.

Samninganefndin var einróma í því að láta félagsmenn kjósa um samninginn.  Samninganefndin taldi að margt væri gott í samningum en annað orkaði tvímælis.  Heilt yfir var samninganefndin ánægð með nýjan samning, og þökkuðu menn þeim Sævari Gunnarsyni og Hólmgeiri Jónssyni fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt á sig í þessari kjarasamningsgerð.

Kom skýrt fram hjá Sævari Gunnarsyni að ekki yrði lengra komist án átaka.  Kjarasamningurinn verður að sjálfsögðu kynntur mjög vel á næstu dögum og vikum, en til stendur að búið verði að kjósa eigi síðar en 15. desember 2004. 

Published in Fréttir

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands hefur verið  boðuð til áríðandi fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun kl. 14.00, þar sem kjaramál verða til umræðu.

Published in Fréttir

Fréttir

Nýjar fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image