• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Nov

Tæplega 1300 félagsmenn hafa nýtt sér greiðslur úr sjúkrasjóði

Félagsmenn hafa verið afar duglegir við að nýta sér hina ýmsu styrki úr sjúkrasjóði félagsins en tæplega 1.300 félagsmenn hafa nýtt sér þá þjónustu það sem af er ári. Fæðingarstyrkurinn er alltaf gríðarlega vel nýttur en 83 foreldrar hafa fengið greiddan fæðingarstyrk á þessu tímabili. Þá hafa 366 félagsmenn nýtt sér heilsufarsskoðunarstyrkinn og 355 félagsmenn hafa fengið greiddan heilsueflingarstyrk. Það sem af er þessu ári er aukning á greiðslum úr sjúkrasjóði 30% en á síðasta aðalfundi félagsins voru hinir ýmsu styrkir félagsins hækkaðir umtalsvert sem meðal annars skýrir þá aukningu. 

Einnig hafa félagsmenn verið afar duglegir að nýta sér nýjung sem félagið býður upp á sem eru afsláttarávísanir í flug frá bæði Icelandair og Play. Með þessari niðurgreiðslu félagsins hafa félagsmenn náð að spara sér í heildina sem nemur 2,5 milljónum króna. Félagið hefur keypt ávísanir fyrir 9 milljónir og fær afslátt vegna magnkaupa og þeim afslætti er skilað til félagsmanna ásamt niðurgreiðslu því til viðbótar. Það þýðir að fyrir hverja ávísun að andvirði 25.000 kr. greiðir félagsmaðurinn 19.000 kr. og hver félagsmaður má kaupa 5 ávísanir á ári þannig að viðkomandi getur sparað sér 30.000 kr. með þessum hætti. Það er óhætt að segja að þessi nýjung hafi svo sannarlega fallið í góðan jarðveg meðal félagsmanna.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image