• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Apr

Aðalúthlutun orlofshúsa er lokið

Í gær þann 24. apríl fór fram fyrri úthlutun orlofshúsa sumarsins.

Félagsmenn ættu að kíkja í tölvupóstinn sinn  ef þeir sóttu um hjá okkur, en búið er að senda bæði staðfestingabréf sem og höfnunarbréf í tölvupósti til allra umsækjenda.

Ef ekkert hefur komið en sótt var um má endilega hafa samband við okkur á skrifstofunni til að kanna hvort að heppnin hafi verið með ykkur.

Eindagi fyrri úthlutunar er 2. maí, en endurúthlutun fer fram þann 3. maí.  

Endurúthlutun fer þannig fram að allar þær vikur sem eru ógreiddar eftir 2. maí eru settar aftur í úthlutun og kerfið okkar sér um að allar þær umsóknir sem ekki fengu í fyrri úthlutun raðast niður á ógreiddar viikur.

Við munum senda staðfestingarbréf í tölvupósti á þá sem fá í endurúthlutun.

Ef eitthvað er óljóst hvetjum við ykkur að hafa samband við okkur.

 

 

Fréttir

Nýjar fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image