• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Nov

Skóflustunga tekin að 24 íbúða húsi við Asparskóga 3

Fyrsta skóflustunga við Asparskóga 3 á Akranesi var tekin í gær, 15. nóvember þar sem byggðar verða 24 íbúðir í þremur sjálfstæðum húsum á tveimur hæðum. Húsin mynda eins konar hring, með garði í miðju, opinn til suðvesturs. Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja, allar með sérinngangi frá svalagangi. Húsið verður byggt með svokallaðri box aðferð, með þeim hætti að einingar eru smíðaðar í verksmiðju og nánast fullunnar þar að innan. Íbúðirnar raðast svo saman á byggingastað og eru að lokum klædd að utan á staðnum.

Fyrstu íbúðir verða afhentar á fjórða ársfjórðungi 2023 og þær síðustu á öðrum ársfjórðungi 2024. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun árs 2023.

Þetta er frábærar fréttir enda er Bjarg íbúðarfélag óhagnaðardrifið leigufélag sem verkalýðshreyfingin stendur að en rétt er að geta þess að Bjarg hefur nú þegar byggt og er með í útleigu 33 íbúðir á Akranesi.

 

Úthlutun geta þeir einir hlotið sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, litið til sl. 24 mánuði við úthlutun. Fullgildir félagsmenn sem eru tímabundið frá vinnu, í allt að 12 mánuði, vegna fæðingarorlofs eða veikinda halda réttindum sínum.

 

Greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara umfram 25%-30% af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta, barnabóta og meðlags.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image