• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Oct

Fyrsti fundur LÍV og SGS með Samtöku atvinnulífsins

Eins fram hefur komið ákváðu stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) og Starfsgreinsamband Íslands (SGS), að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning.

Forystufólk úr þessum samböndum áttu fyrsta fund um nýjan kjarasamning með Samtökum atvinnulífsins, fimmtudaginn 27. október 2022. Fundurinn gekk vel og voru aðilar sammála að funda þétt næstu vikurnar með það að markmið að ganga frá nýjum kjarasamningi.

Á myndinni sem tekin var við þetta tækifæri eru frá vinstri:

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis
Hjördís Þóra Sigþórsdóttir, formaður AFLs – starfsgreinafélags
Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR
Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image