• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Dec

Verkalýðsfélag Akraness leigir íbúð á Torreviejasvæðinu á Spáni

Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum sínum uppá möguleika á að leigja íbúð á Torreviejasvæðinu sem félagið hefur tekið á leigu frá 25. maí 2022 til 31. ágúst 2022.

Hin leigða eign er ný íbúð á jarðhæð í íbúðakjarnanum “Resid GALA” sem er við götuna “Calle Canala” í bæjarfélaginu Orihuela Costa á Torreviejasvæðinu en póstnúmerið er 03189 og tilvísunarnúmer íbúðarinnar hjá Spánarheimili er 137017.
Hægt er að fá nánari lýsingu á eigninni hér:

https://spanarheimili.is/leiguskra/listing/playa-flamenca-gala-jardhaedb/

Eigin er í ca klukkustundar akstursfjarlægð frá Alicante flugvellinum, en hægt er að bóka akstur til og frá flugvelli inni á https://spann.is/akstur/

Eignin er leigð með öllu því sem eigninni fylgir og fylgja skal miðað við eðlilega heimilisnotkun. Leigjandinn þarf að  skoða og kynna sér vel lýsingu, leiguskilmála  og myndir af eigninni. 

Þessi orlofsmöguleiki verður auglýstur betur í janúar en það mun gilda svokallað punktakerfi eins og þegar um sumarúthlutun er annarra orlofshúsa félagsins er framkvæmdar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image