• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Nov

40 ný störf munu skapast hjá Norðuráli við stækkun á steypuskála.

Nú liggur fyrir að framkvæmdir á stækkun á steypuskála Norðuráls mun hefjast síðar í þessum mánuði og er áformað að taka hann í notkun í byrjun árs 2024.

Þetta er fjárfestin sem nemur 15 milljörðum og mun skapa um 100 störf á byggingartímanum og 40 ný varanleg störf að framkvæmdum loknum. Rétt er að geta þess að þessi stækkun á steypuskálanum mun auka útflutningstekjur Norðuráls um 4 milljarða og mun þessi stækkun á steypuskálanum klárlega styrkja og tryggja rekstarforsendur Norðuráls sem og atvinnuöryggi starfsmanna.

Það er einnig frábært að hægt sé að framleiða hér á landi einn umhverfisvænasti málm í heimi sem er ál með vistvæni grænni orku og er það mitt mat að okkar stærsta framlag til umhverfismála sé að við séum að nota vistvæna orku í þessa framleiðslu.

Það er morgunljóst að Norðurál er eitt mikilvægasta fyrirtækið sem félagsmenn VLFA starfa hjá enda eru yfir 420 manns sem vinna hjá Norðuráli sem tilheyra VLFA og voru meðallaunin 710.000 kr. síðasta mánuði. Rétt er að geta þess að unnið er á 8 tíma vöktum eða nánar tilgetið teknar 6 vaktir á 54 dögum og fimm dagar í frí og nemur vinnuskylda vaktavinnumanna 145,6 vinnustundum á mánuði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image