• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Oct

Formaður með erindi hjá Lionsfélögum á Akranesi í gær

Í gærkvöldi var formanni boðið að flytja erindi á Lionsfundi á Akranesi. Á fundinum fór formaður ítarlega yfir sögu félagsins og hin ýmsu mál sem lúta að félaginu með einum eða öðrum hætti.

Hann fór yfir atvinnulífið og þær hremmingar sem við Akurnesingar höfum þurft að þola í þeim efnum eins og með lokun Sementsverksmiðjunar á sínum tíma sem og þegar allar aflaheimildir frá Akranesi voru fluttar hér í burtu með skelfilegum afleiðingum efnahagslega fyrir samfélagið hér á Akranesi.

Einnig fór hann yfir mikilvægi stóriðjunnar á Grundartanga og öll þau gríðarlegu efnahagsáhrif sem þær hafa á samfélagið.

Einnig bar lífeyriskerfið á góma og sú mikla sjóðasöfnun sem á sér stað innan lífeyrissjóðakerfisins og benti formaður m.a. á að lífeyrissjóðirnir ættu um eða yfir 50% af öllum skráðum hlutabréfum í kauphöllinni. Þetta gerir það að verkum að samkeppni á matvælum, olíu, og tryggingarmarkaði verður eðli málsins samkvæmt afar takmarkað þegar sjóðirnir eiga yfir 50% í öllum þessum aðilum.

Þetta var góður fundur og alltaf gott fyrir forystumenn í verkalýðshreyfingunni að fá tækifæri til að tala milliliðalaust við hin ýmsu félagasamtök.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image