• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Sep

Kynningarfundur með starfsmönnum í búsetuþjónustu á Beykiskógum

Í gær var formaður Verkalýðsfélag Akraness með kynningu á réttindum fyrir starfsmenn í búsetuþjónustu fyrir fatlaða á Beykiskógum en um 20 starfsmenn sinna þeirri mikilvægu þjónustu.

Laut kynningin að stórum hluta um þær breytingar sem urðu við svokallaða vinnutímastyttingu enda nokkuð flókið fyrir almennt starfsfólk að átta sig á þeim breytingum sem áttu sér stað.

En eins og flestir vita var verið að stytta vinnuvikuna úr 40 vinnustundum niður í 36 vinnustundir og ýmsar nýjungar teknar inn eins og breyting á vaktarálagi, vaktahvata, breytingargjaldi og yfirvinnu 1 og 2.

Þetta var mjög góður kynningarfundur og fjölmargar spurningar komu til formanns VLFA en hann fór einnig yfir þá þjónustu og styrki sem VLFA býður sínum félagsmönnum uppá.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image