• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Aug

Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra í heimsókn á skrifstofu VLFA

Á skrifstofuna komu í dag þau Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra og Teitur Björn Einarsson en þau eru á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmis.

Þetta var fín heimsókn þar sem formaður kom áherslum verkafólks og hagsmunum okkar Akurnesinga vel á framfæri.

Formaður fór yfir starfsemina á Grundartanga og þá miklu þýðingu sem sú starfsemi hefur fyrir okkur Akurnesinga sem og þjóðina í heild sinni.

En Elkem Ísland og Norðurál skapa uppundir 1000 þúsund fjölskyldum lífsviðurværi en með afleiddum störfum eru uppundir 3 þúsund fjölskyldur sem byggja lífsafkomu sína á starfsemi þessara fyrirtækja með einum eða öðrum hætti.

Það er mat formanns að tækifærin á Grundartanga eru gríðarlega mikil enda liggur fyrir að Norðurál er núna að fara að ráðast í 15 milljarða framkvæmd við stækkun á steypuskála fyrirtækisins. Þessi fjárfesting mun skapa uppundir 200 störf á byggingartímanum og 40 varanleg.

Það er mat formanns að það verður „nóg til“ ef okkur ber gæfa til að skapa fleiri öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar því það er með öflugum útflutningsatvinnugreinum sem við þurfum til að standa undir því velferðasamfélagi sem við viljum búa í.

Það er t.d. fyrirtæki sem hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um land á Grundartanga sem hefur í hyggju að reisa vetnisverksmiðju á Grundartangasvæðinu. Svona byltingarkennd verksmiðja sem gengur út á að framleiða nýja byltingarkenndan orkugjafa til að skipta út mengandi orkugjöfum eins og kolum og öðrum mengandi orkugjöfum. Ef tekst að láta þetta verkefni verða að veruleika þá myndi þetta leiða til þess að framleiðsla þess yrði að öllum líkindum seld út til lands í Evrópu sem myndi spara losun gróðurhúsalofttegunda eins og nemur allri losun Íslands í því landi sem myndi kaupa umrætt vetni.

Þessi umhverfisvæna vetnisverksmiðja þarf um 900 MW og hafa þeir sem standa að þessum hugmyndum í hyggju að nota vindorkuna til að knýja verksmiðjuna áfram. Til að framleiða slíka orku með vindi þyrfti rétt rúmlega 200 vindmyllur. Ávallt yrði um nokkra smærri vindmyllugarða að ræða sem rúmuðust á stöðum þar sem náttúru yrði ekki ógnað og ásýnd væri ásættanleg í samanburði við ábatann sem af slíkum görðum stafar.

Þessi vetnisverksmiðja myndi skapa uppundir 300 manns atvinnu og skila tugum milljarða í útflutningstekjur og því ljóst að þjóðhagslegur ávinningur er gríðarlegur fyrir Ísland. En aðal ávinningur er þessi vistvæna og byltingarkenndu orkuskipti sem þessi verksmiðja framleiðir sem er vetnið og nemur sparnaðurinn hennar eins og losun Íslands af CO2 eins og áður hefur komið fram.

Hvaða umhverfissinni getur verið á móti því að nota vindorkuna til að spara losun á gróðurhúsaáhrifum sem nemur 4 milljónum tonna á ári og um leið skapa 300 varanleg störf og milljarða tekjur fyrir íslenskt samfélag?

Ef þessi vetnisverksmiðja yrði að veruleika þá er þetta langstærsta framlag okkar Íslendinga til umhverfismála til þessa, svo mikið er víst og það eru svona brýn þjóðhags- og umhverfisvæn atriði sem komandi kosningar eiga að snúast um.

Því við þurfum að tryggja öflug umhverfisvæn og gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri íslensku samfélagi til hagsbóta og það er þannig sem nóg verður til fyrir okkur öll.

Þetta voru allt mál sem formaður átti samtal við iðnaðarráðaherra um enda heyra orkumál undir hennar ráðuneyti.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image