• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Aug

Atvinnuleysi félagsmanna VLFA lækkað um 49% frá byrjun árs

Það er óhætt að segja að atvinnuástandið meðal félagsmanna VLFA á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness sé bara mjög gott um þessar mundir, enda hefur atvinnuleysið minnkað jafnt og þétt síðustu mánuði.

Í júní í fyrra voru 178 félagsmenn VLFA atvinnulausir samkvæmt Atvinnuleysistryggingasjóði en í júní í ár eru 83 félagsmenn án atvinnu sem er lækkun upp á 46,6% milli ára sem er um 3% félagsmanna VLFA. Í janúar á Þessu ári voru 170 félagsmenn VLFA án atvinnu og hefur þeim því fækkað frá byrjun árs um 49%

Frá því Covid faraldurinn byrjaði fór atvinnuleysi meðal félagsmanna VLFA hæst í 317 félagsmenn í apríl í fyrra sem nemur um 12% félagsmanna VLFA og er þetta afar ánægjuleg þróun. En mikil uppbygging á sér stað á Akranesi um þessar mundir enda fjölmörg verkefni tengd byggingariðnaði í gangi sem og jákvæður viðsnúningur hjá stóriðjufyrirtækjunum á Grundartanga.

Sá viðsnúningur samanstendur af hækkandi afurðaverðum bæði á áli sem og afurðum járnblendifélagsins og nú liggur fyrir að Norðurál hefur náð samningum við Landsvirkjun um raforkuverð sem gerir það að verkum að Norðurál mun í haust eða byrjun næsta árs hefja framkvæmdir upp á 12 milljarða sem lúta að stækkun á steypuskála fyrirtækisins.

Á byggingartímanum munu uppundir 200 störf skapast og 40 varanleg að framkvæmdum loknum og því má segja að framtíðarhorfur í atvinnumálum hér á Akranesi séu mjög góðar eins og staðan er í dag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image