• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
 • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Apr

Helstu atriði sem koma fram í Tíund blaði ríkisskattstjóra um skuldir og eignir einstaklinga fyrir árið 2019

Helstu atriði frá ríkisskattstjóra vegna tekna og skulda einstaklinga vegna ársins 2019.

 

 • Launatekjur einstaklinga árið 2019 námu 1330 milljörðum
 • Greiðslur frá Tryggingastofnun námu 150 milljörðum
 • Atvinnuleysisbætur námu 19 milljörðum
 • Greiðslur úr lífeyrissjóðum námu 150 milljörðum
 • Greiðslur úr séreignasjóðum námu 12 milljörðum

 

Opinber gjöld einstaklinga

 • Samtals nam tekjuskattur einstaklinga 466 milljörðum.
  • Tekjuskattur ríkisins 206 milljarðar
  • Útsvar sveitarfélaganna 244 milljarðar
  • Útvarpsgjald 4 milljarðar
  • Framkvæmdasjóður aldraðra 3 milljarðar

 

Barna- og vaxtabætur

 • Barnabætur námu 12 milljörðum
 • Vaxtabætur námu 3 milljörðum

 

Skuldir og eignir einstaklinga

 • Heildar skuldir námu 2266 milljörðum
 • Heildar eignir einstaklinga námu 7557 milljörðum
  • Rétt er að geta þess að vegna hækkunar fasteignaverðs hækkuðu eignir um 444 milljarða á milli ára og skuldir jukust um 117 milljarða
  • Einnig er rétt að geta þess að af heildar eignum upp á 7557 milljarða er eign vegna fasteigna 5619 milljarðar. Mismunurinn milli skulda og heildar eigna er vegna eigna í innistæðum í bönkum, hlutabréfum, ökutækjum og öðrum eignum.

 

Vaxtagjöld

 • Einstaklingar greiddu í heildina 113 milljarða í vaxtagjöld árið 2019
  • Þar af námu vextir vegna íbúðarhúsnæðis 77 milljörðum.

Það vekur óneitanlega athygli að vaxtabætur hafa lækkað gríðarlega eða úr 6 milljörðum 2015 í 3 milljarða 2019 þrátt fyrir að heildar upphæð vaxtagjalda sé svipuð og hún var 2015. Skýringin liggur í skerðingum á hækkun á fasteignaverði sem er að mínu mati galið.

 

Niðurstaða

Það er mat mitt að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir almennt launafólk að vera miklu meira vakandi yfir því í hvað er verið að eyða skatttekjum almennings enda eins og þarna kemur fram nema útsvarstekjur og tekjuskattur ríkissjóðs hátt í 500 milljörðum króna af launatekjum launafólks.

 

Vissulega er það líka afar athyglisvert að heildar eignir einstaklinga og heimila skuli nema 5291 milljarði meira heldur en skuldir og er það jákvætt svo langt sem það nær enda held ég að þarna endurspeglist umtalsverð misskipting, óréttlæti og ójöfnuður á milli hinna tekjulágu og tekjuháu.

 

Vissulega ber þó að nefna að sú gríðarlega hækkun fasteignaverðs sem orðið hefur á liðnum árum er í raun og veru ekkert annað heldur en bókhaldsleg hækkun enda liggur fyrir að ef fólk þarf að selja eina eign sem hefur hækkað mikið í verði þarf það væntanlega að kaupa nýja með sömu hækkun.

 

Það er einnig rétt að geta þess að þessi samantekt ríkisskattstjóra sem fram kemur í Tíund er fyrir árið 2019 og má ætla að vaxtagjöld almennings fyrir árið 2020 verði umtalsvert lægri heldur en þau voru fyrir árið 2019 enda hafa vaxtakjör lækkað mikið sem hefur gert það að verkum að ráðstöfunartekjur skuldsettra heimila hafa aukist töluvert í kjölfar endurfjármögnunar heimilanna á húsnæðislánum sínum.

 

En aðalmálið er að koma í veg fyrir misskiptingu, óréttlæti og ójöfnuð og jafna byrðar þess sem lítið hafa og þeirra sem meira hafa.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image