• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Feb

Framkvæmdir við orlofshús félagsins í Hraunborgum

Nú er að ljúka framkvæmdum við orlofshús félagsins í Hraunborgum en undanfarið hefur verið unnið að því að bæta þar ýmislegt sem var orðið viðhaldsþurfi. 

Bústaðurinn var málaður og skipt um allt parket. Einnig var skipt um þann búnað sem nauðsynlegt var að endurnýja og má þar nefna rúm, eldavél og uppþvottavél. 

Ofnalagnir verða svo endurnýjaðar á næstu vikum. 

Við stefnum að því að allar framkvæmdir verði búnar um mánaðarmótin febrúar/mars.

Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og lítur bústaðurinn mun betur út eftir þessa andlitslyftingu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

En það er alveg morgunljóst að þessi gamli og sjarmerandi bústaður tapaði ekki sjarmanum við þessar endurbætur.  Hann er enn alveg ótrúlega hlýlegur og notalegur.

image7image4image5image08image14image01image8image6

 

 

 

 

 

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image