• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Jan

10,3 milljónir greiddar úr sjúrka-og fræðslusjóðum VLFA til félagsmanna í janúar

Það er óhætt að fullyrða að í aðild að öflugu stéttarfélagi er fólgin umtalsverð tryggingar- og réttindavernd sem og aðgengi að fræðslusjóðum sem stéttarfélögin eru aðilar að.

Núna um þessi mánaðarmót eða nánar tiltekið fyrir janúarmánuð greiðir Verkalýðsfélag Akraness út til félagsmanna 10,3 milljónir vegna réttinda sem þeir eiga í sjúkra- og fræðslusjóðum félagsins. 6,2 milljónir eru vegna ýmissa réttinda sem félagsmenn eiga úr sjúkrasjóði eins og sjúkradagpeninga og annarra styrkja sem félagið býður félagsmönnum uppá.

3,1 milljón er greidd í umræddum mánuði úr fræðslusjóðum sem félagið er aðili að vegna námskeiða og skólagjalda sem okkar félagsmenn eru að sækja.

Það er engum vafa undirorpið hversu mikilvæg stéttarfélögin eru fyrir félagsmenn og á það jafnt við þegar kemur að greiðslum úr þeim fjölmörgu sjóðum sem félagsmenn eiga réttindi í sem og þegar félagsmenn vilja auka færni sína eða menntun með fjárhagsaðstoð frá fræðslusjóðunum. Að ógleymdu hinu mikilvæga starfi sem stéttarfélögin gegna sem lýtur að því að verja og vernda launakjör og kjarasamninga sinna félagsmanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image