• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Jan

Fundað um nýjan kjarasamning við Elkem Ísland

Samninganefndir stéttarfélaganna sem eiga aðild að kjarasamningi Elkem Ísland á Grundartanga komu saman til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins á síðasta miðvikudag, en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá rann kjarasamningur starfsmanna út um síðustu áramót.

Á fundinum var klárað að samlesa allar kjarasamningsgreinar samningsins og bera þær saman við kjarasamninga í sambærilegum iðnaði og yfirfara bókanir og yfirlýsingar með það að markmiði að setja þær inn í kjarasamninginn þar sem það á við sem og að henda þeim bókunum sem ekki eiga við lengur.

Ekki var á þessum fundi farið yfir kröfugerð eða hugmyndir stéttarfélaganna að launabreytingum en ljóst er að krafan lýtur að því að launabreytingar og kjör verði ekki lakari en samið var um í kjarasamningi Norðuráls nýverið. 

Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að kjarasamningurinn gildi frá þeim tíma sem hann rann út eða nánar tilgetið frá 1. janúar 2021 og því eru samningsaðilar sammála að taka sér þann tíma sem til þarf við að ná fram nýjum kjarasamningi.  Vissulega er mikilvægt að hraða þeirri vinnu eins og kostur  er til að starfsmann fái notið þeirra launabreytinga sem kveðið verður á um í samningum sem fyrst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image