• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Jan

Samningafundur um nýjan kjarasamning við Elkem Ísland

Viðræður um nýjan kjarasamning milli þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningi Elkem Ísland á Grundartanga eru komnar á fullt skrið. Í morgun var haldinn fundur í fundarsal Verkalýðsfélags Akraness.

Á þessum fundi var verið að lesa yfir allar samningsgreinar í samningum því sumar greinar samningsins eiga ekki lengur við. Ekki er farið að ræða að neinu marki launalið samningsins en þó er ljóst að ekki verður samið um minni launabreytingar en um var samið í kjarasamningi Norðuráls á síðasta ári.

Næsti samningafundur hefur verið bókaður á næsta miðvikudag og á þeim fundi er stefnt að því að klára yfirlestur á kjarasamningnum.

               

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image