• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Oct

67,7% hafa kosið um kjarasamning Norðuráls

Kosning um nýjan kjarasamning fyrir Norðurál gengur mjög vel en nú er kosið með rafrænum hætti og þegar þetta er skrifað þá hafa 67,7% þeirra sem eru á kjörskrá kosið. En hægt verður að kjósa fram til hádegis á fimmtudag.

Það er ekki annað að heyra á þeim sem formaður hefur talað við að nokkuð almenn ánægja ríkir um innihald kjarasamningsins og þær launabreytingar sem í honum eru.

Vissulega liggur fyrir að það eru skiptar skoðanir um þá ákvörðun Norðuráls skipta um vaktakerfi eða nánar tilgetið fara úr 12 tíma kerfi yfir í 8 tíma vaktakerfi eins og tíðakast í öðrum sambærilegum verksmiðjum.

Það ber að virða þessar ólíku skoðanir starfsmanna en þó er rétt að geta þess að það er ekki verið að kjósa um nýtt vaktakerfi, enda hefur fyrirtækið ákveðið að skipta úr 12 tíma kerfinu yfir í 8 tíma kerfi óháð kosningu um kjarasamninginn. Formaður hefur heyrt að það gætir einhvers misskilnings hjá sumum starfsmönnum hvað það atriði varðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image