• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Feb

Áttundi samningafundur við Norðurál haldinn í gær

Áttundi samningafundurinn vegna kjarasamnings Norðuráls var haldinn í gær. Á þessum fundi var haldið áfram að fara yfir stöðuna sem lýtur að því að bjóða starfsmönnum möguleika á því að skipta um vaktakerfi eða úr 12 tíma kerfi yfir í 8 tíma kerfi. Þessi vinna er á lokametrunum.

Einnig voru aðrar kröfur ræddar í gær og kom formaður því á framfæri við forsvarsmenn Norðuráls að mikilvægt væri nú að klára samninginn þannig að hægt væri að leggja hann í dóm starfsmanna Norðuráls.

Vonast formaður til þess að á næsta fundi sem verður á fimmtudaginn í næstu viku að það fari að sjást til lands í þessum viðræðum þótt vissulega sé nokkur atriði ókláruð og brugðið getur til beggja átta hvað þau atriði varðar.

Það er hins vegar rétt að geta þess að þessar viðræður hafa gengið bara nokkuð vel til þessa þrátt fyrir að viðfangsefnið sé afar flókið enda um mikla kerfisbreytingu að ræða hvað vaktarkerfið varðar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image