• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Jun

Hæstiréttur dæmdi Hval hf. til að greiða starfsmanni 512 þúsund kr.

Rétt í þessu staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem starfsmanni sem starfaði hjá Hval hf. á vertíðinni 2013. En Hvalur hf. var dæmdur í Héraðsdómi til að greiða starfsmanninum vegna brota á kjörum sem fram komu í ráðningarsamningi upphæð sem nam rétt rúmum 455 þúsund krónum.

Það var ekki bara að Hæstiréttur hafi staðfest dóm Héraðsdóms heldur tók hann einnig tillit til annarrar kröfu sem laut að svokölluðum vikulegum frídeigi og námu því vangöldin laun starfsmannsins 512.947 kr. en einnig var Hval hf. gert að greiða starfsmanninum dráttarvexti frá 19. janúar 2016.

Allan málareksturinn sá Verkalýðsfélag Akraness um, málið flutti lögmaður félagsins, en félagið hafði gert kröfu á Hval hf. í fjórum liðum en aðalkröfuliðurinn var staðfestur af Hæstarétti auk þess sem vikulegi frídagurinn vannst einnig eins og áður sagði.

Þetta er í raun langstærsta mál sem Verkalýðsfélag Akraness hefur farið með fyrir dómstóla en það endurspeglast af því að fordæmisgildi dómsins getur verið gríðarlegt og jafnvel náð til allt að 200 starfsmanna sem hafa starfað á hvalvertíðum á árunum 2009, 2010, 2013 og 2015. Má því áætla ef fordæmisgildið haldi alla leið fyrir þá sem hafa starfað á þessum vertíðum að heildarupphæð sem Hvalur hf. þyrfti að greiða starfsmönum næmi á þriðja hundrað milljónir.

Einnig var Hvalur hf. dæmdur til að greiða 800 þúsund í málskostnað til viðbótar 500 þúsundum sem Héraðsdómur Vesturlands var búinn að dæma Hval til að greiða í málskostnað.

Verkalýðsfélag Akraness er stolt af því að berjast ætíð fyrir réttindum sinna félagsmanna og gefast ekki upp þegar minnsti vafi leikur á því að verið sé að brjóta á réttindum okkar félagsmanna.  Hægt er að lesa dóm Hæstaréttar í heild.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image