• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Reglugerð Vinnudeilusjóðs

1. gr.

Sjóðurinn heitir Vinnudeilusjóður og er eign Verkalýðsfélags Akraness. Lögheimili hans og varnarþing er á Akranesi.

2. gr.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja fullgilda félagsmenn er standa í verkfalli sem félagið á aðild að, eða verkbönnum boðuðum af atvinnurekendum á félagssvæðinu og hljóta af því launatap.

3. gr.

Tekjur vinnudeilusjóðs eru:
- 10% af innheimtum félagsgjöldum
- Vextir af höfuðstól
- Fjáröflun á vegum sjóðsins
- Önnur framlög

4. gr.

Aðalstjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur á hendi stjórn sjóðsins, ákveður hvenær skuli hefja úthlutun úr sjóðnum og hversu háar greiðslur skulu vera. Stjórn skal hafa til hliðsjónar stöðu sjóðsins á hverjum tíma, gera áætlanir um fyrirhugaðar greiðslur úr sjóðnum og tryggja að fjármagn sé laust til ráðstöfunar ef á þarf að halda. Um endurskoðun, birtingu og samþykkt reikningsskila fer eftir lögum Verkalýðsfélags Akraness á aðalfundi félagsins.

5. gr.

Halda skal iðgjöldum hverrar deildar aðskildum frá iðgjöldum annarra deilda félagsins. Þegar kemur til úthlutunar úr sjóðnum skal stjórn hafa til hliðsjónar tekjur sjóðsins vegna deildarinnar sem um ræðir samanborið við heildartekjur sjóðsins og úthluta greiðslum í sama hlutfalli.

6. gr.

Rétt til styrktar úr Vinnudeilusjóði á hver fullgildur félagi í Verkalýðsfélagi Akraness sem er skuldlaus við félagið og á í deilu.                                                

7. gr.

Halda skal gerðarbók yfir styrkbeiðnir og styrkveitingar. 

8. gr.

Allar umsóknir um styrki úr sjóðnum skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum sem aðalstjórn félagsins lætur útbúa og skal starfsfólk félagsins afgreiða þær umsóknir í samræmi við ákvörðun stjórnar hverju sinni.

9. gr.

Reglugerð þessari má aðeins breyta á aðalfundi.

 

·Þannig samþykkt á aðalfundi Verkalýðsfélags Akraness 16. október 1985
·Þannig samþykkt með breytingu á aðalfundi félagsins 29. apríl 2015
·Þannig samþykkt með breytingu á aðalfundi félagsins 11. maí 2017

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image