• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Aug

Fékkst þú ekki örugglega eingreiðsluna og álagið ofan á orlofsuppbótina greidda

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn sína á hinum almenna vinnumarkaði á að samkvæmt nýgerðum kjarasamningi þá áttu starfsmenn að fá greidda eingreiðslu að upphæð 50.000 kr og ofan á þá upphæð leggst orlof. Eingreiðslan átti að koma til útborgunar með júnílaunum.  Einnig var samið um 10.000 kr álag ofan á orlofsuppbótina og hvetur stjórn Verkalýðsfélags Akraness félagsmenn sína til að kanna vel og rækilega hvort þessar greiðslur hafi ekki örugglega skilað sér eins og kveðið er á um í nýgerðum kjarasamningi.

ess 

26
Jul

Launamunurinn í álfyrirtækjunum snýst við þegar kemur að forstjórunum

Almennir starfsmenn Norðuráls vilja sanngirniAlmennir starfsmenn Norðuráls vilja sanngirniEins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá á Verkalýðsfélag Akraness í kjaradeilu vegna launaliðar kjarasamnings starfsmanna Norðuráls en starfsmenn Norðuráls hafa verið án launahækkana frá 1. janúar 2011.  Það hefur einnig komið fram hér á heimasíðunni að gríðarlegur launamunur er nú orðinn á milli starfsmanna Fjarðaáls og Norðuráls eftir að gengið var fá kjarasamningi fyrir starfsmenn Fjarðaáls ekki alls fyrir löngu.  En launamunurinn nemur allt að 30% í sumum tilfellum og nemur hann í krónum talið frá tæpum 70.000 kr. uppí allt að 100.000 kr. fyrir sömu vinnu og sama vinnutíma á mánuði.  Þetta er launamunur sem Verkalýðsfélag Akraness og starfsmenn munu ekki og ætla ekki að sætta sig við, en forsvarsmenn Norðuráls hafa boðið sömu launahækkanir og um var samið á hinum almenna vinnumarkaði eða sem nemur 4,25% á þessu ári og 11,4% á samningstímanum.  Með öðrum orðum þá vilja forsvarsmenn Norðuráls ekki taka tillit til þeirra launahækkana sem um var samið við starfsmenn Fjarðaráls og þeirra góðu rekstrarskilyrða sem áliðnaðurinn býr við um þessar mundir en álverð stendur nú 2.600 dollurum sem er gríðarlega hátt verð.  Einnig er rétt að geta þess að launamunur er einnig á milli Alcan og Norðuráls og þá sér í lagi ef tekið er tillit til þeirrar launauppbótar sem stóriðjuskólinn gefur Alcanmönnum sem ekki stendur starfsmönnum Norðuráls til boða.

Að sjálfsögðu er það hlutverk Verkalýðsfélags Akraness að bera saman launakjör í öðrum álverksmiðjum og gera þá kröfu að félagsmenn VLFA njóti sömu launakjara og starfsbræður þeirra í öðrum álverksmiðjum, annað væri óeðlilegt enda eru engin haldbær rök fyrir að starfsmenn Norðuráls njóti lakari kjara en starfsmenn Alcan og Fjarðaáls.

Þessum rökum hafa forsvarsmenn Norðuráls hafnað alfarið til þessa og telja sig alls ekki þurfa að horfa til annarra álfyrirtækja hvað launakjör varðar m.a. vegna þess að Fjarðaál sé á landsbyggðinni og Alcan á höfuðborgarsvæðinu.   

Það er fróðlegt að sjá að launamunurinn á milli Norðuráls, Alcan og Fjarðaáls snýst við þegar launakjör forstjóranna eru skoðuð.  En ef marka má tekjublöðin þá kemur í ljós að Ragnar Guðmundsson fostjóri Norðuráls er með hæstu launin á meðal þessara þriggja forstjóra með 4,431 milljón á mánuði næst kemur Rannveig Rist forstjóri Alcan í Straumsvík með 4,337 milljónir á mánuði og síðan kemur Tómas Már Sigurðusson forstjóri Fjarðaáls með 4,132 milljón.  Það vekur undrun formanns Verkalýðsfélags Akraness að þurfa að berjast fyrir því sjálfsagða réttlæti að launakjör hins almenna launamanns í Norðuráli verði jöfnuð við launakjör í Fjarðaáli um sem nemur eins og áður sagði allt að 30%, á sama tíma og launakjör forstjóra Norðuráls eru 7,2% hærri en launakjör forstjóra Fjarðaáls ef marka má tekjublöðin.

22
Jul

90% sögðu já við kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga

Kosningu um nýgerðan kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness við Launanefnd sveitarfélaga lauk kl. 16:00 í gær og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta þeirra sem kusu.   En af þeim sem höfðu kosingarétt sögðu 90% já og 10% nei.

Nú hefur Verkalýðsfélag Akraness gengið frá nánast öllum sínum kjarasamningum. Félagið á einungis eftir að ganga frá launaliðnum fyrir starfsmenn Norðuráls en það er morgunljóst að þar verður við ramann reip að darga enda hafa forsvarsmenn Norðuráls hafnað öllum hugmyndum félagsins til lausnar á þeirri deilu.  Forsvarsmenn Norðuráls bjóða það sama og um var samið á hinum almenna vinnumarkaði eða sem nemur 4,2% á fyrsta ári og 11,4% á samningstímanum, þeir eru með öðrum orðum alls ekki til í það að skila þeim mikla ávinningi sem fyrirtækið hefur notið vegna gengisfalls íslensku krónunnar og stórhækkaðs álverðs.

Krafa félagsins er að starfsmenn Norðuráls fái sömu launahækkanir og starfsbræður þeirra í Fjarðaáli. En eins og sýnt hefur verið fram á hér á heimasíðunni þá er launamunur á milli starfsmanna áður nefndra fyrirtækja frá tæpum 70.000 kr uppí rúm 100.000 kr. á mánuði fyrir sömu vinnu og sama vinnutíma.  Við slíkan launamun verður ekki unað af hálfu Verkalýðsfélags Akraness og starfsmanna Norðuráls.  Næsti fundur í þessari deilu verður ekki fyrr en 22. ágúst.

20
Jul

Starfsmenn Akraneskaupstaðar hvattir til að nýta sér kosingarétt sinn

Kynningarfundur um nýgerðan kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness við Launanefnd sveitarfélaga var haldinn í Gamla Kaupfélaginu í gær.  Á fundum fór formaður félagsins yfir helstu atriði samningsins og svaraði hinum ýmsu spurningum sem vöknuðu hjá fundarmönnum um innihald samningsins.  Að lokinni kynningu gafst fundarmönnum kostur á að kjósa um samninginn en hægt verður að kjósa um samninginn á skrifstofu félagsins til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. júlí.

Þeir félagar sem starfa eftir samningnum eru eindregið hvattir til að nýta sér kosningarétt sinn.

Kjarasamninginn í heild sinni má nálgast hér.

19
Jul

Minnum á kynningarfundinn í kvöld

Starfsmenn Akraneskaupstaðar minnum á fundinn í kvöldStarfsmenn Akraneskaupstaðar minnum á fundinn í kvöldVegna nýs kjarasamnings  við Samband íslenskra sveitarfélaga boðar Verkalýðsfélag Akraness þá félagsmenn sína sem starfa hjá sveitarfélögum til kynningafundar á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11 þriðjudaginn 19. júlí kl. 18:00.

Eftir kynninguna hefst kosning um samninginn og geta fundarmenn kosið á staðnum. Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins til kl. 16:00 fimmtudaginn 21. júlí.

Þeir félagar sem starfa eftir samningnum eru eindregið hvattir til að mæta.

Kjarasamninginn í heild sinni má nálgast hér.

15
Jul

Nýr ráðgjafi VIRK á Akranesi

Um síðustu mánaðarmót hóf Elín Reynisdóttir störf sem starfsendurhæfingarráðgjafi allra stéttarfélaganna á Akranesi í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð. Elín tók við starfinu af Björgu Bjarnadóttur sem hefur sinnt því frá upphafi, en Björg tekur nú við öðrum verkefnum á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness.

Elín útskrifaðist með BA-próf í félagsráðgjöf með starfsréttindum frá Háskóla Íslands vorið 2006 og hefur starfað sem félagsráðgjafi bæði í Snæfellsbæ og í Reykjavík við góðan orðstír síðan þá. 

Elín mun áfram aðstoða þá félagsmenn sem glíma við heilsubrest og styðja þá í því að efla færni sína og vinnugetu og komast aftur til vinnu. Starfshlutfall ráðgjafans hefur nú verið aukið úr 75% í 100% og var sú aukning löngu tímabær enda hefur algjör sprenging orðið í aðsókn þessarar þjónustu hér á Akranesi undanfarna mánuði.

Nánari upplýsingar um þessa þjónustu er að finna undir tenglinum Starfsendurhæfing hér á heimasíðu Starfsendurhæfingarsjóðs, www.virk.is.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image