Veiðileyfi
Veiðileyfi í þremur vötnum í Svínadal 7. apríl – 20. september 2023
Norðanvert Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn.
Leyfið gildir fyrir félagsmann með eina veiðistöng sem getur boðið með sér allt að fjórum börnum yngri en 15 ára.
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.
Veiðiverðir geta óskað eftir að félagsskírteini sé framvísað við veiðistað. Félagsskírteini er aðgengilegt með rafrænum hætti af heimasíðu félagsins inn á Mínar síður
Daglegur veiðitími er mismunandi eftir tímabilum;
- 7. apríl til 20. ágúst kl. 7-23
- 21. ágúst til 9. september kl. 7-21
- 10. – 20. september kl. 7-20

Mikilvægt er að veiðimenn gangi snyrtilega um veiðisvæðið, taki allt rusl eftir sig og virði allar reglur og merkingar um veiðimörk.
Allur akstur utan vega er bannaður.
Bannað er að veiða í ánum sem renna á milli vatnanna, að og frá þeim, s.s. Laxá í Leirásveit, Selós, Þverá og Draghálsá.