• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Aug

Hagfræðingur ASÍ að klára vinnu við launasamanburð þriggja verksmiðja

Hagfræðingur ASÍ, Ólafur Darri, mun ásamt formanni félagsins funda með aðaltrúnaðarmönnum Norðuráls og Íslenska járnblendifélagsins  föstudaginn 27 ágúst n.k.  og fara yfir launasamanburð sem hagfræðingur ASÍ hefur verið að vinna að í samvinnu við Verkalýðsfélag Akraness. 

Það liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að um töluverðan launamun er að ræða á milli þessara þriggja verksmiðja þ.e Norðuráls, Ísals og Íslenska járnblendifélagsins.  Niðurstöður úr þessum samanburði verða kynntar trúnaðarmönnum Norðuráls og formönnum þeirra félaga sem eiga aðild að kjarasamningum við Norðurál á sameiginlegum fundi fljótlega eftir helgi.  

23
Aug

Heimsóknin í Norðurál tókst mjög vel

Öryggisfulltrúi fyrirtækisins og formaður stóriðjudeildar VLFA fylgdu formanni Verkalýðsfélagsins um vinnusvæðið og útskýrðu það sem fyrir augum bar. Formaður félagsins átti margar góðar samræður  við starfsmenn og svaraði þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. 

 Formaður upplýsti þá starfsmenn sem hann hitti að hagfræðingur Alþýðusambandsins væri að vinna fyrir félagið, að því að gera launasamanburð milli þriggja verksmiðja þ.e Norðurál, Íslenska járnblendifélagið og Ísal. Niðurstöður úr þeirri vinnu hagfræðingsins ættu að liggja fyrir mjög fljótlega.  Í heimsókninni voru teknar 56 myndir af starfsmönnum og framkvæmdum vegna stækkunar  Norðuráls.  Hægt er að skoða myndirnar með því að smella á myndir og smella síðan á Norðurál.  Stjórn félagsins vill þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynna sér starf og starfsumhverfi verksmiðjunnar og þá góðu leiðsögn sem öryggisfulltrúi fyrirtækisins og formaður stóriðjudeildar sáu um 

19
Aug

Formaður félagsins heimsækir Norðurál

Formaður félagsins ætlar að heimsækja Norðurál í fyrramálið kl 9.30 og kynna sér starf og starfsumhverfi félagsmanna VLFA.  Eins mun formaður félagsins heyra hljóðið í starfsmönnum.     Teknar verða  myndir af starfsmönnum við hin daglegu störf  og munu þær verða birtar hér á heimasíðunni. Öryggisfulltrúi Norðuráls og formaður stóriðjudeildar VLFA munu verða formanni félagsins innan handar í heimsókn þessari.  Það er stefna stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að vera í  eins góðu sambandi við félagsmenn okkar og kostur er,  þessi heimsókn er einn liður í því.

17
Aug

Sérkjarasamningur í fiskimjölsverksmiðjunni samþykktur í dag

Formaður félagsins fór í dag í fiskimjölsverksmiðju HB Granda og kynnti nýgerðan sérkjarasamning milli Verkalýðsfélags Akraness og HB Granda fyrir starfsmönnum síldarbræðslunnar.  Sérkjarasamningurinn gildir fyrir starfsmenn sem starfa í fiskimjölsverksmiðju HB Granda.  Starfsmenn greiddu einnig atkvæði um samninginn á þessum kynningarfundi og var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.  Starfsmenn voru almennt ánægðir með nýja samninginn en gildistími samningsins er 2. maí 2004 og gildir hann til 31. desember 2007.

17
Aug

Þrjú orlofshús laus næstu viku

Vikuna 20. - 27. ágúst, þ.e. næstu viku, eru þrjú orlofshús félagsins laus til útleigu.  Það er íbúðin í Súðavík, bústaðurinn í Ölfusborgum og bústaðurinn í Hlíð, Hvalfjarðarströnd. 

Nú fer hver að verða síðastur að skella sér í bústað í viku, einungis næstu þrjár vikur tilheyra sumarleigutímabilinu. 

Smellið á Orlofshús hér til hliðar til að sjá hvaða hús eru laus það sem eftir er af sumarleigutímabilinu.

Þann 10. september byrjar vetrarleigan og eru þá leigðar út helgar í vetur, eins og undanfarin ár.

Upplýsingar á skrifstofunni, sími 430-9900. 

13
Aug

Laust í Ölfusborgum 20. ágúst

Bústaðurinn okkar í Ölfusborgum er laus vikuna  20. - 27. ágúst.  Fyrstur kemur fyrstur fær.  Upplýsingar á skrifstofu félagsins og í síma 430-9900 eða 865-1294.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image