• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Mar

Fundur um ríkissamninginn

Fundur var haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag til fundarins fóru að hálfu félagsins formaður félagsins ásamt þeim Jónu Birnu og Önnu Signý, en þær eru fyrrverandi og núverandi trúnaðarmenn á sjúkrahúsi Akraness.  Tilefni fundarins voru þau sérákvæði sem í gildi eru í kjarasamningi milli heilsugæslu Akraness og Verkalýðsfélag Akraness. 

Kom skýrt fram í máli samningarnefndar ríkisins að verði gerður sameiginlegur ríkissamningur við öll félög innan Starfsgreinasambands Íslands þá verða starfsmenn viðkomandi félaga að láta frá sér þau sérákvæði sem eru í gildi .  Það er sameiginlegt mat okkar sem sátum þennan fund að til að geta sagt eitthvað til um það hvort við séum tilbúin til að láta eitthvað af þeim sérmálum sem við nú þegar erum með, þá verðum við að fá að sjá hvað þeir hafa fram að bjóða, en það verður að segjast  alveg eins og er, að það sem við náðum að toga uppúr samninganefnd ríkisins í dag þá lofar það ekki góðu.  Það er mitt persónulega mat að eftir þennan fund í dag að þá geti hugsanlega komið til átaka.  Því ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum landsins hafa því miður setið langt á eftir öðrum  hópum sem starfa innan heilbrigðiskerfisins en nýleg skýrsla ríkisendurskoðunar sem lögð hefur verið fram staðfestir það svo ekki verður um villst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image