• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Mar

Stefnir í verkall á sjúkrahúsum

Mjög mikið ber í milli í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins við ríkið. Upp úr samningum slitnaði í síðustu viku og er allt útlit fyrir að til verkfallsaðgerða komi.

"Við höfum ekkert rætt saman síðan það slitnaði upp úr viðræðunum. Staðan hefur verið metin í félögunum og þar verða ákvarðanir teknar," segir Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Að sögn Halldórs verður verkfallsheimildar aflað á næstu dögum. "Ef það gengur eftir má gera ráð fyrir að aðgerðir hefjist um miðjan mánuðinn," segir Halldór. Ef til verkfallsaðgerða kemur munu þær í fyrstu beinast gegn heilbrigðisstofnunum en talið er að þannig sé hægt að hámarka áhrif aðgerðanna. Halldór segir að vonlaust sé að reka sjúkrahúsin án ófaglærða starfsfólksins. "Það er lunginn í starfi sjúkrahúsanna. Það er alveg vonlaust að reka sjúkrahúsin án þessa fólks," segir hann. Deila Starfsgreinasamningsins og ríkisins snýst bæði um launatöflur og lífeyrissjóðsmál og segir Halldór að mikill munur sé á deilendum í báðum málunum. Hvað varðar lífeyrissjóðsmálin segir Halldór að tækifæri hafi verið til þess að ganga í þau mál árið 2001 en það hafi ekki verið gert og því standi þeir nú frammi fyrir svo erfiðri deilu núna. Halldór segir samningaviðræðurnar vera í hnút og því séu ekki aðrir kostir í stöðunni en að undirbúa aðgerðir. "Við teljum að það sé búið að reyna allt sem hægt er að gera og því þurfi að nota þrýsting ef við ætlum að ná þessu. Um annað er ekki að ræða," segir hann. "En við vonum að þetta leysist áður en til slags kemur."

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image