Reikningsupplýsingar orlofssjóðs
Reikningsnúmer: 0186-05-570355
Kt. 680269-6889
31. maí - 6. september 2023
Á sumrin er boðið upp á dvöl í orlofshúsum félagsins í Húsafelli, Svínadal, Hraunborgum, Ölfusborgum, Kjós og öllum þremur íbúðunum á Akureyri. Alls á félagið 12 íbúðir/sumarhús. Við höfum einnig verið með á leigu sumaríbúð í Vestmannaeyjum.
Opnað er fyrir rafrænar umsóknir þann 1. apríl 2023
Bæklingur 2023 - væntanlegt
Umsóknareyðublað 2023 - væntanlegt
Hér er bæklingur sumarhúsa 2022
Helstu dagsetningar 2023:
21. apríl - Frestur til að skila inn umsóknum um orlofshús
24. apríl - Fyrri úthlutun fer fram, allir umsækjendur fá svar í tölvupósti (einnig er hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á Félagavefnum)
2. maí - Eindagi fyrri úthlutunar. Þær vikur sem ekki eru greiddar á eindaga er úthlutað aftur
3. maí - Endurúthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest í tölvupósti (einnig hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á félagavefnum).
- Kl. 12:00 - Fyrstir koma, fyrstir fá! Hægt að bóka lausar vikur á Félagavefnum og á skrifstofu (athugið að eftir eindaga endurúthlutunar getur lausum vikum fjölgað)
10. maí - Eindagi endurúthlutunar, ógreiddar vikur verða lausar til bókunar á Félagavefnum.
Úthlutun fer þannig fram að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar öllum umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir fær sá eldri úthlutað. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu.
Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Fyrir endurúthlutun er heimilt að breyta umsóknum og leggja inn nýjar. Eftir eindaga endurúthlutunar verða lausar vikur auglýstar hér á heimasíðunni og hægt verður að bóka þær á Félagavefnum og á skrifstofu félagsins. Gildir þá hin ágæta regla: Fyrstur kemur, fyrstur fær.
01/09/21 til 25/05/22
Þau orlofshús sem eru leigð út í vetur eru í Húsafelli, Kjós, Hvalfirði Hraunborgum, Ölfusborgum, Svínadal og Akureyri. Helgin kostar 13.000-16.000 kr. fyrir félagsmenn og er þá miðað við þrjár nætur, þ.e. frá föstudegi til mánudags. Aukanótt kostar 3.500-4.000 kr. og heilar vikur 20.000-23.000 kr.
Tekið er við pöntunum í öll orlofshúsin á félagavef og á skrifstofu félagsins. Gert er ráð fyrir að leigutakar gangi frá leigusamningi og greiði leigugjaldið sem fyrst eftir bókun. Upplýsingar um lyklaafhendingu eru á leigusamningi.
Tvær af íbúðum félagsins á Akureyri eru í fastri útleigu yfir vetrartímann, oft til félagsmanna sem stunda skóla á Akureyri. Áhugasamir hafið samband við skrifstofu félagsins.
5.-11.apríl 2023
Páskavikan er leigð út í heilu lagi, frá miðvikudegi til miðvikudags.
Þar sem alltaf er mikil ásókn í dvöl í orlofshúsum þessa viku er sá háttur hafður á að þeir sem hafa áhuga á dvöl þessa viku leggja inn umsókn í pott. Einn pottur er fyrir hvert orlofshús og hægt er að sækja um á ákveðnum stöðum eða þeim öllum. Dregið er úr pottunum af handahófi, punktastaða skiptir ekki máli og ekki eru dregnir af punktar við úthlutun. Hringt er í þann sem dreginn er út og geti hann ekki nýtt sér vikuna, er dregið aftur. Greiða þarf leigu strax.
Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu félagsins Þjóðbraut 1 og í síma 4309900 - 13.18. mars 2023
Einnig er hægt að senda nafn, kennitölu, símanúmer og hvaða orlofshúsi óskað er eftir, á netfangið vlfa@vlfa.is
Dregið verður þann 22. mars 2022 og hringt strax í þá sem dregnir eru út.